Starfa- og menntahlaðborð Flensborgarskóla fór fram fyrir rúmri viku, þar sem fyrirtækjum var boðið að koma og kynna starfsemi sína, þau störf sem þar eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum. Fjölmörg fyrirtæki og skólar nýttu þetta tækifæri og kynntu sig fyrir nemendum skólans. Nemendur gengu á milli og fengu stimpla á blað frá þeim sem þau kynntu sér. Fjarðarpósturinn var að sjálfsögðu á staðnum.

Myndir: OBÞ.