EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðabæ EPSA viðurkenningu eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlauasnir á krefjandi viðfangsefnum. Það var nýsköpunarverkefnið Geitungar sem hlaut verðlaunin í ár. 

„Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu sem er er til marks um þann metnað og fagmennsku sem stjórnendur og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sýna í störfum sínum. Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar er virkilega vel að þessum verðlaunum komin og gott að sjá þetta frumkvöðlastarf í þjónustu við fatlað fólk vekja athygli á alþjóðlegum vettvangi. Það er gefandi að fá að starfa með skapandi fólki sem hefur auga fyrir nýjum lausnum og er tilbúið að leggja mikið á sig til að þær nái fram að ganga. Fyrir það erum við í fjölskylduráðinu bæði stolt og þakklát“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar og formaður fjölskylduráðs.

149 tilnefningar frá 30 löndum

Þema EPSA verðlaunanna árið 2017 var nýsköpun í opinberri þjónustu en viðurkenningin var veitt í Maastricht í Hollandi núna í vikunni. Stofnunni bárust alls 149 tilefningar frá 30 aðildarlöndum í öllum geirum og þvert á málaflokka. Hafnfirska verkefnið sem hlaut þessa eftirstóttu viðurkenningu ber nafnið Geitungarnir, atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk.

Meðal sköpunarverka Geitunganna sem seld eru í jólaþorpinu. 

Verkefnið Geitungarnir, sem sett var á laggirnar haustið 2015, miðar að því að auka sveigjanleika í þjónustu við fatlað fólk varðandi atvinnu og félagslega virkni og að fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Markmið með verkefninu er að auka nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal fatlaðs fólks með  gildisaukandi félagslegu hlutverki í starfi og vinna þannig að breyttu viðhorfi samfélagsins til fatlaðs fólks. Geitungana má finna á facebook og einnig verða þau nú þriðja árið í röð með sölubás í Jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar.

Frétt frá fyrstu kynningu á Geitunga verkefninu

EIPA var stofnað árið 1981 í tilefni af fyrsta Evrópuráðsfundinum sem haldin var í Maastricht og er stofnunin studd af aðildarríkjum ESB og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Markmið samtakana er að fulltrúar sem starfi innan opinberrar stjórnsýslu hafi vettvang til að mynda varanleg tengsl í gegnum starfsemina og vinnunni innan samtakana er ætlað að efla gæði í stjórnsýslu.

Myndir: frá Hafnarfjarðarbæ.