Vinabangsinn Blær heimsótti leikskólann Álfaberg í liðinni viku en hann er táknmynd vináttunnar og fá öll þriggja ára börn og eldri bangsa til að hafa í leikskólanum. 

Leikskólar í Hafnarfirði hafa innleitt verkefnið Vinátta (Fri for mobberi á frummálinu) á vegum Barnaheilla. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðnum hugmyndum og gildum sem samofin eru öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og foreldra. Fjarðarpósturinn kíkti við þegar Blær kom og dansaði og spjallaði við börnin. Blær getur af hvaða kyni sem er, barnið fær sjálft að ráða því. Fjarðarpósturinn kom og smellti af nokkrum myndum.

 


Myndir Olga Björt.