Réttlátt samfélag virðir mannréttindi og mætir þörfum allra. Þá ber hæst réttur til aðgengis að þjónustu sem er í samræmi við þarfir einstaklinganna.

Við viljum að málefni aldraðra verði á forræði sveitarfélagsins því þannig verður best tryggt að þjónustan sé í samræmi við þarfir okkar fólks. Við ætlum að leggja þunga á að þrýsta á fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði. Við ætlum að stórefla heimaþjónustu og legga áherslu á að þeir sem það kjósa geti búið sem lengst í heimahúsum til að tryggja sem best rétt til persónufrelsins og friðhelgi einkalífs.

Við í VG viljum að kraftur, reynsla og þekking aldraðra verði virkt. Við styðjum einnig heilshugar óskerta atvinnuþátttöku eldri borgara sem felst meðal annars í því að aldraðir geti tekið þátt á vinnumarkaði eins og hverjum og einum hentar án þess að taka á sig skerðingu á lífeyri og eða öðrum greiðslum.

Aldraðir þurfa að hafa val um fjölbreytta búsetukosti. Við viljum styðja við uppbyggingu leiguhúsnæðis með aðkomu að stofnun húsnæðisleigufélags sem rekið er án hagnaðarsjónamiða og og íbúða sem leigðar eru á sanngjörnu verði. Við viljum stórauka úthlutun lóða fyrir íbúðahúsnæði sem auðveldar fólki að minnka við sig húsnæði.

Gefum eldri borgurum raunverulegt val um hvernig þeir vilja haga sínu lífi með því að hlusta á raddir þeirra í málefnum er þá varða.

Gerum betur – kjósum VG

Kristrún Birgisdóttir, 3. Sæti í lista VG