Vetri er að ljúka. Þetta var samþjappaðasti vetur sem ég hef lifað, við fengum rosalega langt og milt haust þar til skyndilega kyngdi niður heilum vetrarbirgðum af snjó á einni nóttu og síðan ekki söguna meir.

Fleiri eru teiknin um að náttúran sé að umpólast.

Lóan mætti á svæðið, albúin að kveða burt snjó og fylla hjörtu landsmanna gleði, en henni var mætt þetta árið með ramakveini líffræðinga ,sem virðast nýkomnir af paranojuseminari hjá einhverri amerískri þjóðvarnarstofnun, og söngur líffræðinganna var FUGLAFLENSA!!! Verið öll á varðbergi.

Þessu nenni ég ekki. Ég vil hafa gaman af þessu lífi. Leyfum Garðabæ að díla við allar heimsins flensur og vandræðavor.

Því tókum við okkur saman, ég og nokkrir aðrir, og ákváðum að búa til hafnfirska sendiboða sumarblíðu.

Von er á 13 söngfuglum til að syngja inn hafnfirskt sumar.

Hafnfirðingar eru gestrisnari en fólk almennt og sannast það best á því að á síðasta vetrardegi miðvikudaginn 19. apríl ætla 13 fjölskyldur að opna heimili sín fyrir syngjandi farfuglum og þér kæri lesandi býðst að koma og hlýða á herlegheitin.

Ég er að sjálfsögðu að tala um hátíðina HEIMA í Hafnarfirði.

Einhhvurjir kunna að halda því fram að ég sé hér gróflega að misnota aðstöðu mína.

Það er alveg algerlega rétt hjá þeim.

Miðasala á tix.is

Ást og friður

Tommi