Prenta

Hrákúlur

Þessar kúlur eru gott millimál, nesti, í hóla- eða hlaupatúrinn, eða við sykurlöngun. Mjög næringarríkar. Innihalda góða fitu og prótein. Gott fyrir liði, vöðva, húð og meltingu.

Höfundur Elín Sigurðardóttir

Hráefni

 • 5 stk döðlur Mjúkar en fjarlægi steina
 • 4 stk gráfíkjur
 • 3 msk sesamfræ
 • 3 msk hörfræ
 • 3 msk kakóduft
 • 1 msk kókosolía
 • 3 msk kókosmjöl
 • Handfylli möndlur
 • Handfylli kasjúhnetur

Leiðbeiningar

 1. Nauðsynlegt að vera með góðan blandara meðhnoðara eða góða matvinnsluvél.

 2. Öllu blandað saman í blandara þar til deigið verður silkimjúkt og heitt.

 3. Hnoða kúlur og velta upp úr kókosmjöli. Geymast vel í kæli í nokkra daga eða í frystinum.