Búið er að kalla út björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akranesi vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir suðvestuhorn landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg. 

Nú þegar liggja fyrir á annan tug aðstoðarbeiðna vegna foks á lausamunum, þakplötum af húsum og auðvitað trampólínum. Á milli 30 og 40 björgunarmanna og kvenna eru við störf en ef spár ganga eftir gengur veðrið hratt niður um hádegið og ætti þá verkefnum að fækka.

 

Mynd: skjáskot af vef Veðurstofu Íslands.