Markmið með skólagöngu barna er fyrst og fremst að barnið hljóti menntun. Áherslan á
skólaskyldu barna hefur á stundum yfirgnæft það að skólinn sé fyrir börnin, ekki kerfið.
Píratar í Hafnarfirði leggja áherslu á að börn fái bestu mögulegu menntun sem þjóni þeirra
hagsmunum og stuðli að velferð þeirra og vellíðan. Menntun á að styrkja hæfileika hvers og
eins og hlutverk skólanna er að hámarka getu þeirra og hæfni. Þannig tryggjum við velferð
borgara framtíðarinnar.

Börn eru ólík og forsendur þeirra til að læra eru ólíkar. Píratar vilja að hverju barni sé mætt
þar sem það er statt og námið miðað við einstaklingsbundnar þarfir þess. Einstaklingsmiðað
nám á ekki að vera bundið við greiningar því það er ekki barninu fyrir bestu að bíða eftir að
kerfið samþykki þarfir þess.

Börn eru að hrökklast úr menntakerfinu því að kerfið er að bregðast þeim. Börn með
geðheilsuvanda þarf að aðstoða og tryggja þarf að börnin séu gripin um leið og örlar á
vanda. Við viljum draga úr álagi á börnum í námi og auka vellíðan þeirra í skólum. Drögum úr
árangurstengdu heimanámi og eflum áhuga barna og ekki síst, drengja á lestri. Píratar vilja
að Barnasáttmálanum sé framfylgt og að aðgengi barna að menntun sé tryggð.

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
Höfundur er oddviti Pírata í Hafnarfirði