Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

„Að sjálfsögðu er frítt inn“

Björn Pétursson bæjarminjavörður hefur starfað hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar um árabil. Hann segir starfið afar skemmtilegt og fjölbreytt, enda heldur safnið úti níu sýningum í einu, víða um miðbæinn. Í forsal Pakkhússins er þemasýningin „Að glæða sálargáfurnar og auka þekkinguna“. Þar er ljósi varpað á forvitnilega sögu upphafs almenningsfræðslu í Hafnarfirði en í ár eru 140 ár frá stofnun fyrsta skólans í bænum. Starfsfólk byggðasafnsins, þrjú á skrifstofunni auk safnvarða í hverju húsi, sér um alla minjavörslu í landi bæjarins, hvað varðar ljósmyndir og muni og einnig menningararfinn í bæjarlandinu, húsvernd og fornleifar. Þau heyra helst frá fólki sem vill...

Read More

„Komdu út að leika!“

Flestir kannast núorðið við stjúpfeðginin Dýra Kristjánsson og Lönu Björk Kristinsdóttur í hlutverkum Íþróttaálfsins og Sollu stirðu. Dýri er hagfræðingur frá Minnesota háskóla, keppti í áhaldafimleikum þar og starfar dags daglega sem sjóðstjóri skuldabréfasjóða hjá Stefni ehf. Lana Björk er á leið í 10. bekk í Áslandsskóla. Þau búa í Áslandinu og þar er stundum smeygt skrautlegum myndum frá aðdáendum inn um bréfalúguna og þau jafnvel beðin um að koma út að leika.  Dýri æfði fimleika og árið 2006 tók hann þátt í áhættuatriðum við gerð Latabæjarþáttanna. Ári síðar þróaðist sú vinna út í að koma fram og skemmta sem Íþróttaálfurinn, þó mest í útlöndum. „Upp úr 2010 heimsótti ég leikskóla á Íslandi og þá fór boltinn...

Read More

Almannaþjónusta aftur starfrækt í St. Jósefsspítala

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra skrifuðu í dag undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á 85% eignarhlut ríkisins í aðalbyggingu St. Jósefsspítala. Fyrir átti Hafnarfjarðarbær 15%. Við kaupin skuldbindur Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í húsinu að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings. Með almannaþjónustu er átt við starfsemi í félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu, menningar- eða fræðslustarfsemi eða annarri sambærilega þjónustu sem almenningur sækir í sveitarfélaginu. Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig jafnframt til að hefja rekstur í fasteigninni innan 3 ára frá undirritun samnings. Kaupverð er 100 milljónir króna og húsið verður afhent 15. ágúst 2017....

Read More

Dregur úr skordýrafælni nemenda

Áhugamál Birnu Dísar Bjarnadóttur og nemenda hennar í Víðistaðaskóla er dálítið óvenjulegt því hún hefur, sem leik- og grunnskólakennari, haldið gæludýrið förustafi í mörg ár.  Þeir lifa ekki í íslenskri náttúru en fást stundum í dýrabúðum. Markmið hennar er að draga úr skordýrafælni og auka frekar forvitni nemenda á veröldinni. „Þetta eru skemmtileg dýr með þann kennslutilgang að draga úr hræðslu við skordýr. Þetta eru oft mjög spennandi lífverur og margt hægt að læra af þeim. Til dæmis er mjög gaman að fylgjast með köngurlóm, þær eru svo iðnar, það er alltaf fínt hjá þeim. Ef þú setur eitthvað...

Read More

Styrmir Snær sigraði í Harry Potter ratleik

Mikið var um dýrðir á Bókasafni Hafnarfjarðar 26. júní síðastliðinn þegar liðin voru 20 ár frá útgáfu fyrstu bókarinnar um Harry Potter. Bækurnar um frægasta galdrastrák heims voru settar í útstillingu. Gestum bókasafnsins bauðst að föndra Hedwig- og/eða Fawkes-skutlur á barna- og unglingadeildinni. Hægt var að skoða bókarkafla úr Harry Potter bókunum á yfir 10 tungumálum. Mest var þó lagt í sérstakan Harry Potter-þematengdan ratleik um allt bókasafnið. Það var líf og fjör á safninu allan daginn og þátttakan í ratleiknum einstaklega góð. Styrmir Snær Árnason hreppti hnossið í ratleiknum og hlaut hann þessa glæsilegu Harry Potter litabók að...

Read More