Höfundur: Olga Björt Þórðardóttir

Tælingar og pælingar

Ég er foreldri og á tvær dætur í sínum hvorum skólanum í bænum. Önnur er tindrandi táningur og hin stálpað stelpuskott. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því þegar ég var orðin tveggja dætra móðir, með fimm ára millibili, að ég myndi í uppeldinu annars vegar takast á við vinkvennadrama á vissum aldri og hins vegar einhvers konar ástarsorgir síðar. Þessir tveir þættir hafa mikil áhrif á sjálfsmynd stúlkna og ungra kvenna og þær læra að setja mörk, virða mörk og standa með sér. Það að vera hafnað á einhvern hátt, í eitt skipti eða ítrekað, hefur skiljanlega áhrif...

Read More

Smá slökunarkennsla

Hugleiðsla er vinsælt, vanmetið og misskilið fyrirbæri. Í mörg ár var ég aldeilis á leiðinni í að læra hugleiðslu en gaf mér aldrei tíma í það. Ég miklaði þetta svo fyrir mér og stórefaðist um að múltítaskari og sveimhugi eins og ég gæti sest niður og tæmt hugann. Ég hélt líka alltaf að þetta tæki að lágmarki hálftíma og að það yrði ógurlega erfitt að hugsa um ekki neitt. Og að öll hljóð yrðu truflandi. Svo kom að því að ég brann út vegna álags og streitu. Ég varð að gefa mér tíma til að læra að slaka á,...

Read More