Í skugga Sveins, eftir Karl Ágúst Úlfsson, hlaut í gær Grímuna, viðurkenningu Sviðslistafélags Íslands, sem Barnasýning ársins. Það er Gaflaraleikhúsinu mikill heiður að hljóta Grímuna að þessu sinni en leikhúsið hefur verið tilnefnt margoft til Grímunnar fyrir barna og ungmennasýningar sínar.

Að sögn Lárusar Vilhjálmssonar, Gaflaraleikhússtjóra, hefur leikhúsið fundið mikinn velvilja hjá bæjarbúum og íbúum nágrannasveitarfélaga og á hverju ári koma um 10 þúsund gestir í húsið. „Þessi mikla viðurkenning festir leikhúsið í sessi sem eitt fremsta barna- og ungmennaleikhús landsins og styrkir ætlun forsvarsmanna leikhússins að halda áfram þeirri öflugu uppbyggingu barna og ungmennaleikhússtarfsemi sem hefur einkennt starfið til þessa. Leikhúsið hefur fengið góðan stuðning frá bæjaryfirvöldum frá upphafi og hlakkar til samstarfs við nýja bæjarstjórn. Á næsta leikári eru ætlunin að setja upp a.m.k. tvo barna og ungmennaverk með færustu listamönnum landsins.“

Hér má sjá umfjöllun Fjarðarpóstsins um verðlaunasýninguna, fyrr á þessu ári.