Veitingastaðurinn Krydd stóð að konukvöldi með Begga og Pacasi fyrir skömmu. Þeir gerðu sér lítið fyrir og troðfylltu staðinn af hressum konum á ýmsum aldri. Ýmis fyrirtæki kynntu sínar vörur og starfsemi og gáfu afslætti, svo sem Sign, Olay, Malava og YSL, Modus hár- of snyrtistofa. Mesta lukku vakti þegar Beggi gekk á milli borða og spáði fyrir konunum af sinni alkunnu snilld. Eigendur og starfsfólk Krydd hafa verið ötulir við að brydda upp á nýjungum og skemmtilegheitum, með viðburðum, lifandi tónlist og fleiru og fengið frábærar viðtökur. Fjarðarpósturinn kíkti við á konukvöldinu.

Þess má geta að annað kvöld verður Friends quiz kvöld á Krydd.


Myndir:OBÞ