Barnabókahöfundarnir Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir bjóða í bóka- og blöðrupartý í Eymundsson í Hafnarfirði í tilefni af útgáfu nýju bókanna þeirra. Nýju bækurnar og allar eldri bækur Bergrúnar og Kristínar verða á tilboði svo það verður nóg í boði fyrir börn á öllum aldri.

Kristín var að gefa út bókina Úlfur og Edda: Drottningin, sem er sjálfstætt framhald í þríleiknum um stjúpsystkinin Úlf og Eddu.

Bók Bergrúnar Írisar heitir Langelstur í leynifélaginu, annarri bókinni um Rögnvald og Eyju, sem eru bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun á þeim.

Þær ætla báðar að lesa úr bókunum.

Léttar veitingar verða á boðstólum og blöðrulistamaður töfrar fram blöðrudýr fyrir börnin.

Allir fá plakat úr bókunum, bókamerki og skemmtilegt þrautablað til að taka með heim!

Hvar: Eymundsson í Strandgötunni í Hafnarfirði.

Kostar? Ókeypis.

Hvenær: Laugardagur 27. október á milli klukkan 14:00-15:30.

 

Ítarlegri upplýsingar: Bóka- og blöðrupartý í Hafnarfirði