Flokkur: Aðsent

Umhverfisvænna og manneskjuvænna nýtt ár

Um áramót lítum við flest um öxl og förum yfir hvað var gott á árinu og hvað var síðra. En með reynslu nýliðins árs í farteskinu er líka tilvalið að velta fyrir sér hvað við viljum sjá gerast á nýju ári. Mig langar að tæpa á tveimur málaflokkum sem mér standa nærri en það er þó ekki ótæmandi listi. Ein af helstu samfélagslegu áskorunum árið 2019 og áranna fram undan eru umhverfismálin. Að við leggjumst öll á eitt til að sporna með öllum ráðum gegn helstu ógn nútímans; loftlagsbreytingum. Í þeim efnum eru næg verkefni. Aðgerðaáætlun í loftlagsmálum sem...

Read More

Barn – Ráðgjöf – Úrræði

Stjórnvöld og fagaðilar innan mennta- og velferðarþjónustu hafa síðustu misseri lagt ríkari áherslu á að bregðast fljótt við þegar börn og unglingar sýna fyrstu merki um náms- tilfinninga- eða geðheilsuvanda. Starfshópur í Hafnarfjarðarbæ hefur síðustu tvö árin unnið að því að þróa verklag til að veita slíka þjónustu í tæka tíð. Í framhaldi af þeirri vinnu var verkefnið BRÚIN- barn- ráðgjöf- úrræði, sett af stað. Helsta markmið BRÚARINNAR er að auka lífsgæði leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði með snemmtækri þjónustu. Þegar vandi barns fer að gera vart um sig er fyrst í stað oft hægt að nýta einföld úrræði...

Read More

72 brautskráðir frá Flensborgarskóla

Fimmtudaginn 20. desember brautskráðust 72 stúdentar frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Nemendur brautskráðust af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskiptafræði- og opinni námsbraut. Tólf þessara nemenda voru á íþróttaafrekssviði. Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn. Kór skólans söng við athöfnina, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Að auki sungu þrjár nýstúdínur tvö lög og fengu leynigest með sér, aðstoðarskólameistarann sjálfan. Í ávörpum sínum lögðu skólameistari og aðstoðarskólameistari áherslu á að stúdentarnir veldu sér ábyrgar og góðar leiðir en jafnframt að þetta unga fólk léti hjartað ráða för. Kolbeinn Sveinsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta og tilkynnti m.a. að peningum hefði verið safnað...

Read More

Best skreyttu húsin í Hafnarfirði

Á Þorláksmessu voru verðlaun veitt fyrir best skreyttu húsin, best skreyttu götuna og best skreytta fjölbýlishúsið í Hafnarfirði. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Íbúar á Hnoðravöllum 7 hlutu fyrstu verðlaun og þar með gjafabréf frá HS veitum fyrir best skreytta húsið. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir 2. og 3. sæti og voru það Hellisgata 34 og Þrastarás 11 sem hlutu þau heiðurssæti. Furuvellir 13-25 var valin best skreytta gatan og hefur skilti þegar...

Read More

Róbert Ísak íþróttamaður fatlaðra 2018

Róbert Ísak Jónsson, 17 ára sundkappi hjá Firði, er íþróttamaður ársins meðal þroskahamlaðra, ásamt frjálsíþróttakonunni Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra, en kjörinu var lýst á Radisson Blu Hóteli Sögu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Róbert hlýtur útnefninguna Íþróttamaður ársins en hann hefur verið á mikilli siglingu síðustu ár og m.a. unnið Nýársmót fatlaðra barna og unglinga þrjú síðustu ár og varð heimsmeistari á árinu 2017.  Magnað ár er að baki hjá Róberti sem vann til tvennra silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fór í Dublin síðastliðið sumar. Á árinu setti...

Read More