Flokkur: Athyglisvert

Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2018. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum. Í Jólaþorpinu verða um 20 skreytt einingahús sem eru 5,8 m2 að stærð. Góð aðsókn hefur verið í söluhús Jólaþorps Hafnarfjarðar síðustu árin og því er valið úr innsendum umsóknum þar sem horft er sérstaklega til nokkurra þátta. Í ár opnar Jólaþorpið föstudaginn 30. nóvember og verður þá opið frá kl. 17:00 –...

Read More

Blossandi lukka í árlegu hlaupi ÍSÍ

Ólympíuhlaup ÍSÍ 2018 var sett við Hraunvallaskóla í ljómandi fínu veðri 6. september. Um 800 nemendur skólans tóku þátt í setningunni og gátu valið um að hlaupa 2,5 km, 5 km eða 10 km. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, var á staðnum til að hvetja nemendur áfram og fór einnig vel á með Blossa og skólastjóranum Lars Imsland.  Norræna skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984 og lengstan hluta þess tíma verið í umsjón ÍSÍ. Á síðustu árum hefur Ísland verið eina þátttöku-þjóðin á Norðurlöndunum og nafn hlaupsins því ekki endurspeglað verkefnið. ÍSÍ hefur því ákveðið...

Read More

Umhverfis-eldhugi blæs til hreinsunardags

Í tilefni af Alheimshreinsunardeginum 15. september nk. hefur Björg Fríður Freyja, íbúi við Kirkjuveg hér í bæ, efnt við til hóphittings til að hreinsa og fegra umhverfi og náttúru Hafnarfjarðar og koma í leið í veg fyrir að ruslið fari á haf út eða endi í fuglsmaga í náttúrunni, eins og segir í kynningartexta viðburðarins á Facebook.  „Ég tók eftir því að Hafnarfjarðarbær hafði ekkert planað neitt fyrir þennan dag, ólíkt nágrannasveitarfelögum, svo að ég ákvað að stofna bara til viðburðar,“ segir Björg Fríður, en hún er annálaður náttúru- og umhverfisverndarsinni og týnt rusl í umhverfi sínu árum saman. „Reykjavíkurborg...

Read More

Brotið á mannréttindum fatlaðs fólks

Meðalbiðtími eftir húsnæði 6 ár Á biðlista eftir íbúðum fyrir fatlað fólk eru 56 einstaklingar og þar af eru 28 í brýnni þörf. Meðalbiðtími er 6 ár og flestir á biðlistanum hafa sótt um fyrir 5 árum. Bráðavandinn er því mikill og aðkallandi. Þessar upplýsingar koma fram í svörum Fjölskyldusviðs við fyrirspurn Samfylkingarinnar í Fjölskylduráði. Á bak við þennan hóp eru fjölskyldur og aðstandendur sem varið hafa ómældum tíma og vinnu í baráttu við kerfið. Þetta er óviðunandi ástand og brot á mannréttindum fatlaðs fólks. Ábyrgð sveitarstjórnar skýr Fatlað fólk á rétt á sjálfstæðu lífi án aðgreiningar í samfélaginu....

Read More

Söfnun hafin fyrir Erlu Kolbrúnu

Í febrúar síðastliðnum birti Fjarðarpósturinn viðtal við Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur sem hefur þurft að þola mikla stöðuga verki eftir læknamistök í aðgerð við endaþarmssigi fyrir sex árum. Erla Kolbrún hefur tvisvar reynt að taka eigið líf eftir aðgerðina en hefur fengið sérfræðiaðstoð sem hefur hjálpað aðeins varðandi andlega líðan. Kona að nafni Fríða Rut Heimisdóttir sá viðtal við Erlu Kolbrúnu og setti sig í samband við hana til að kynnast henni. Í kjölfarið leituðu þær í sameiningu að mögulegri leið til að bæta líkamlega líðan líka og fundu út að stofnfrumumeðferð í Kaliforníu gæti mögulega gert það. Vitað er...

Read More