Flokkur: Frístundir

Tónlist sem segir sögu í Fríkirkjunni

Kanadísku lagahöfundarnir og tónlistarmennirnir Jelena Ciric og Shawn William Clarke færa Hafnfirðingum ljúfa kvöldstund fulla af tónlist og sögum um næstu helgi. Þótt Jelena sé búsett í Reykjavík, kemur Shawn alla leið frá Toronto til þess að spila tvenna tónleika á Íslandi. Þetta frábæra tónlistarfólk kemur nú fram saman í fyrsta sinn til að flytja lagasmíðar sínar, sem eru innblásnar af kanadískri þjóðlagatónlist. Tónlist Jelenu Ciric dregur þig til sín með hlýju sinni, glettni og heiðarleika. Hljóðheimur hennar dregur áhrif sín frá Serbíu, þar sem Jelena fæddist, og Kanada, þar sem hún ólst upp. Hún fluttist til Íslands fyrir tæplega þremur árum þar sem...

Read More

Listdansarar til London

Listdansskóli Hafnarfjarðar var stofnaður af Guðbjörgu Arnardóttur árið 1994 en þá voru aðeins 14 nemendur við skólann og og æfðu þau í íþróttahúsinu við Strandgötu. Skólinn er nú í glæsilegu nýju húsnæði við Helluhraun 16-18 en á þeim 25 árum sem skólinn hefur verið starfræktur hefur bæði nemendum og námskeiðum fjölgað mikið. Skólinn býður upp á fjölbreytileg námskeið í ballett, djassdansi, nútímadansi, loftfimleikum, barnadansi og dansi fyrir fullorðna. Á hverju ári heldur skólinn glæsilega vorsýningu í Borgarleikhúsinu og í ár er ætlunin að sýna tímaflakk af fyrri sýningum skólans í tilefni af 25 ára afmælinu. Síðan árið 2012 hafa...

Read More

Fyrsta Berserkjamótið í axarkasti

Berserkir axarkast héldu sitt fyrsta mót í axarkasti fyrir skömmu, sem kallað var Berserkjamót. Stefnt er að því að halda fleiri mót á árinu. Keppendur á mótinu voru 15 og var það töluvert fleiri en keppnishaldarar þorðu að vona og mótið gekk mjög vel. Flestir keppendanna höfðu aðeins kastað öxum í stuttan tíma en stóðu sig ótrúlega vel og síðustu leikirnir voru æsispennandi. Í fyrsta sæti var Unnar Karl Halldórsson, öðru sæti David Orlando og í þriðja sæti var Ægir Kjartansson. Strax eftir keppnina vorum við kynningarhóf fyrir þau sem styrkt hafa Berserki í söfnun á Karolina Fund og...

Read More

Óskað eftir hugmyndum fyrir Bjarta daga

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem haldnir verða dagana 24.-28. apríl í tengslum við Sumardaginn fyrsta eins og undanfarin ár. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði sem stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa að. Á Björtum dögum taka því fjölmargir þátt í að skapa viðburði um allan bæ. Það getur verið eitthvað sem stendur til nú þegar eða eitthvað alveg nýtt, eitthvað risastórt eða minna í sniðum, eitthvað fyrir börn eða eitthvað fyrir fullorðna en allavega eitthvað áhugavert sem hvetur bæjarbúa til virkrar þátttöku og góðrar...

Read More

Æfingar falla aldrei niður

Skokkhópur Hauka var stofnaður árið 2007 og fagnar því 12 ára afmæli á þessu ári. Fjarðarpósturinn kíkti á æfingu hjá þessum öfluga hópi snemma á laugardagsmorgni og nokkrar sprækar hlaupakonur gáfu sér tíma til að rabba við blaðamann. Viðmælendur mínir gengu í hópinn 2008 og þá voru um tíu manns sem mættu og hlupu saman. Það var þó 100% bæting frá upphafsárinu þegar Sigríður Kristjánsdóttir stofnaði hópinn. Í dag hefur iðkendum heldur betur fjölgað en um 150 manns eru skráðir í skokkhópinn. Eðlilega er misgóð mæting á æfingar en hópurinn hittist samt alltaf þrisvar í viku.  Allir sem sitja...

Read More