Flokkur: Frístundir

Bætti lífi við árin

Þegar Almar Grímsson var fimmtugur var ekkert langlífi í kortunum hjá honum. Hann var að brenna út, stressaður, vinnandi tvö krefjandi störf og hafði auk þess tekið að sér alls konar ábyrgð í félagsstarfi. Viðhorf hans var einfaldlega að hann gæti nánast allt og það kitlaði hégómagirndina að vera í mikilli eftirspurn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til að bæta lífsstílinn urðu straumhvörf í lífi Almars þegar hann gekk til liðs við þá fjölmörgu eldri borgara sem nýttu sér heilsueflingu Janusar Guðlaugssonar í febrúar í fyrra. Við kíktum í heimsókn til Almars og eiginkonu hans, Önnu Bjarkar Guðbjörnsdóttur, við...

Read More

Viðrar vel til vetraríþrótta

Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli. Önnur brautin er um 1 km og byrjar neðan við skálann og fer um Hvaleyrina. Hin brautin er um 2 km og byrjar við bílastæðin hjá Hraunkoti og fer yfir þann völl sem í daglegu tali heitir Hraunið. Brautirnar eru því mislangar og miserfiðar og ættu því að henta flestum. Upphaf brautanna er merkt með europallettum til bráðabirgða sem ættu að sjást auðveldlega og kort væntanlegt. Til stendur að Golfklúbburinn Keilir viðhaldi þeim brautum sem lagðar verða á...

Read More

Alþjóðleg töfrateningakeppni í Flensborgarskóla

Dagana 4. og 5. janúar 2019 verður haldin keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Þrjátíu keppendur frá 7 löndum hafa skráð sig til leiks og keppt verður í 14 mismunandi greinum. Hver man ekki eftir töfrateningnum sem sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugs síðustu aldar? Frá þeim tíma hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka og enn eru áhugasamir um allan heim á öllum aldri að spreyta sig á upphaflega teningnum (Rubiks Cube 3×3) og ótrúlegri flóru annara sambærilegra teninga af öllum stærðum og gerðum. Mótið er alþjóðlega viðurkennt...

Read More

Hrói Höttur í Hraunvallaskóla

Bogfimifélagið Hrói Höttur er nýjasta íþróttafélagið í Hafnarfirði og mun bjóða upp á opið hús og fríar kynningar á íþróttinni í íþróttahúsi Hraunvallaskóla í nóvembermánuði. Aðalþjálfari er Sveinn Stefánsson og Fjarðarpósturinn kíkti á æfingu og náði smá spjalli. Íþróttafélagið Hrói höttur var stofnað með það markmið í huga að efla útbreiðslu bogfimi á Íslandi með kynningum og skipulögðum námskeiðum. „Sér í lagi fyrir Hafnfirðinga. Félagið er með allan þann bogabúnað sem til þarf til að læra grunnatriði og geta lært hvernig á að bera sig að. Það þarf bara að mæta með innistrigaskó og góða skapið,“ segir Sveinn, fullur tilhlökkunar, en...

Read More

Haukahraunið er sprungið

Það fer ekki framhjá neinum sem heimsækir fimleikafélagið Björk á þriðjudags eftirmiðdegi að æfingaaðstaða hjá félaginu er löngu sprungin. Aðstaða og húsnæði félagsins hefur ekki fylgt þeirri miklu aukningu iðkenda sem hefur verið í öllum deildum og hefur í þó nokkur misseri verið milli tvö og þrjú hundruð börn á biðlista hjá félaginu. Hjá félaginu er starfandi fimleikadeild, klifurdeild, taekwondodeild, almenningsdeild ásamt félagadeild og ef skoðaðar eru tölur yfir iðkendur sem eru 12 ára og yngri þá er félagið stærst íþróttafélaga í Hafnarfirði þ.e. með flesta iðkendur 12 ára og yngri. Aðstöðuleysi félagsins mun hefta frekari uppbyggingu og eðlilega...

Read More