Flokkur: Fyrirtækin í bænum

MAX1 í Hafnarfirði í 10 ár

Verkstæði MAX1|Vélaland í Hafnarfirði hefur nú verið starfandi í 10 ár. Þegar verkstæðið var fyrst opnað voru þar þrír starfsmenn en nú starfa þar 22. MAX1|Vélaland sér hæfir sig í bílaviðgerðum og hraðþjónustu fyrir flestallar tegundir bíla. Fyritækið er með tvö vörumerki í Dalshrauni, þ.e.a.s. MAX1 sem er hraðþjónusta og Vélaland sem er þjónusta fyrir almennar viðgerðir fyrir flestar gerðir bifreiða. Hraðþjónustan saman stendur af hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu, bremsuþjónustu, svo sem bremsuklossa- og diska-, rafgeymaþjónustu, rúðuþurrkuþjónustu, peruþjónustu og demparaþjónustu. Vélaland sinnir almennum viðgerðum, tímareimaskiptum og rúðuskiptum fyrir flestallar gerðir bíla og fyritækið hefur sérhæft sig í bílamerkjum Brimborgar; Ford, Volvo,...

Read More

Óskar er töfrateningameistari Íslendinga

Dagana 4. og 5. janúar var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. 27 manns frá 7 löndum kepptu verður í 14 mismunandi greinum. Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson náði bestum árangri Íslendinga, krækti í ein gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons. Upprunalegri töfrateningurinn (Rubiks Cube 3×3) sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og síðan þá hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka. Ótrúleg flóra nýrra teninga, af öllum stærðum og gerðum, hefur bæst við og alþjóðlegt mót í töfrateningum er haldið árlega. Í ár var það í...

Read More

Eigendaskipti hjá Fjarðarpóstinum

Í byrjun þessa árs urðu eigendaskipti hjá Fjarðarpóstinum. Olga Björt Þórðardóttir, sem hefur ritstýrt blaðinu síðan 2017, tók við rekstrinum af Steingrími Guðjónssyni, eiganda prentsmiðjunnar Steinmark og verður blaðið framvegis rekið af einkahlutafélaginu Björt útgáfa. Steingrímur hafði átt og rekið Fjarðarpóstinn síðan árið 2001. Fyrir þann tíma prentaði hann einnig blaðið í nokkur ár. Við kíktum við hjá Steingrími í tilefni tímamótanna. „Ég fór í þennan rekstur á sínum tíma fyrst og fremst vegna þess að ég á prentsmiðju. Þetta var verkefni fyrir prentsmiðjuna. Þegar Halldór Árni Sveinsson og Sæmundur Stefánsson ákváðu að rekstrinum, sömdum við um það að...

Read More

Barn – Ráðgjöf – Úrræði

Stjórnvöld og fagaðilar innan mennta- og velferðarþjónustu hafa síðustu misseri lagt ríkari áherslu á að bregðast fljótt við þegar börn og unglingar sýna fyrstu merki um náms- tilfinninga- eða geðheilsuvanda. Starfshópur í Hafnarfjarðarbæ hefur síðustu tvö árin unnið að því að þróa verklag til að veita slíka þjónustu í tæka tíð. Í framhaldi af þeirri vinnu var verkefnið BRÚIN- barn- ráðgjöf- úrræði, sett af stað. Helsta markmið BRÚARINNAR er að auka lífsgæði leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði með snemmtækri þjónustu. Þegar vandi barns fer að gera vart um sig er fyrst í stað oft hægt að nýta einföld úrræði...

Read More

72 brautskráðir frá Flensborgarskóla

Fimmtudaginn 20. desember brautskráðust 72 stúdentar frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Nemendur brautskráðust af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskiptafræði- og opinni námsbraut. Tólf þessara nemenda voru á íþróttaafrekssviði. Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn. Kór skólans söng við athöfnina, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Að auki sungu þrjár nýstúdínur tvö lög og fengu leynigest með sér, aðstoðarskólameistarann sjálfan. Í ávörpum sínum lögðu skólameistari og aðstoðarskólameistari áherslu á að stúdentarnir veldu sér ábyrgar og góðar leiðir en jafnframt að þetta unga fólk léti hjartað ráða för. Kolbeinn Sveinsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta og tilkynnti m.a. að peningum hefði verið safnað...

Read More