Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Vilja heyra í velunnurum Kaldársels

Sumarbúðirnar í Kaldárseli eru á afar fallegum stað í hrauninu í einu af upplöndum Hafnarfjarðar. Þar er fjöldi hellna og ævintýralegra staða sem börn njóta í guðsgrænni náttúrunni. Við hittum Jónu Þórdísi Eggertsdóttur, starfsmann og stjórnarmeðlim þar, á einu námskeiðanna fyrr í sumar og fræddumst aðeins um starfið sem þar fer fram, en skálinn á 95 ára afmæli á næsta ári. „Ég kom fyrir algjöra tilviljun í þetta starf árið 2014. Hafði sjálf farið í sumarbúðir í Vindáshlíð og unnið í fiskvinnslu. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt. Kom a inn í Kaldársel, hafði sjálf farið í Vindáshlíð, og...

Read More

„Félagslíf fyrir fullorðna”

Oddfellowreglan á Íslandi er grein af hinni bandarísku Oddfellowreglu IOOF sem stofnuð var árið 1819 og er því 200 ára gömul í ár. Kjarni Oddfellow á alheimsvísu er að styðja við líknarmál og 150 milljónum er varið í slík mál á þeirra vegum árlega. Félagar á Íslandi eru 4000, af báðum kynjum og öllum þjóðfélagsstigum. Við hittum Kristin Ásgeirsson, íbúa í Hafnarfirði og stjórnmálafræðing sem starfar í tölvugeiranum. Hann hefur verið félagi í þrjú ár og hann fræddi okkur nánar um þennan gamalgróna félagsskap. Kristinn tilheyrir stúkunni Snorra goða, sem er ein sjö stúkna í Hafnarfirði, með aðsetur á...

Read More

Börn meðvituð um bragð og gæði

Hafnarfjarðarbær gerði nýlega áframhaldandi samning við Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2019-2023. Skólamatur fagnar 20 ára afmæli í ár og eigandi og stofnandi fyrirtækisins, Axel Jónsson, bjó um tíma í miðbæ Hafnarfjarðar og leikskólarnir sem hann þjónustaði fyrst eru hér í bæ. Við hittum Axel og börn hans, Fanný og Jón, sem hafa yfirumsjón með rekstri þessa 120 starfsmanna og 50 starfsstöðva fjölskyldufyrirtækis. Axel fékk hugmyndina að bjóða upp á skólamat árið 1990, leyfði henni að gerjast og reið svo á vaðið og stofnaði Matarlyst árið 1999, sem í dag ber nafnið...

Read More

Hæstánægður með viðtökurnar

Veitingastaðurinn Rif opnaði fyrr í sumar á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði. Matreiðslumeistarinn Ævar Olsen stýrir þar vöskum hópi starfsfólks sem hefur það að aðalmarkmiði að gestum líði sem best og njóti matarins og umhverfisins. Ævar, sem hefur verið í veitingabransanum í 42 ár, er hæstánægður með viðtökurnar. Þegar Fjarðarpósturinn mætti á þennan glæsilega og hlýlega veitingastað var Ævar að ganga á milli borða og spjalla við gesti á milli þess sem hann athugaði hvort allt væri á réttu róli í eldhúsinu. „Ég er gestgjafi hér og þetta eru gestirnir mínir,“ sagði hann brosandi þegar við náðum tali af...

Read More

Allt á sama tíma og Fangelsi

Föstudaginn 30. ágúst kl. 20 verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Hafnarborg, annars vegar Allt á sama tíma, haustsýning Hafnarborgar, í sýningarstjórn Andreu Arnarsdóttur og Starkaðar Sigurðarsonar, og hins vegar Fangelsi, ný innsetning myndlistarmannanna Olgu Bergmann og Önnu Hallin. Hugmyndin með haustsýningu Hafnarborgar í ár, Allt á sama tíma, er að kanna hvernig listamenn takast á við það frelsi sem finnst í myndlist í dag. Hvernig hægt er að búa til merkingu úr list sem getur verið hvað sem er, málverk, barnaleikfang, pappamassi, hreyfing, hugmynd, ópera, gifs. Sýnd verða verk í ólíkum miðlum, frá olíumálverki til gjörninga, og gerð...

Read More