Flokkur: Fyrirtækin í bænum

Átjándi leikskólinn tekinn til starfa

Skarðshlíðaleikskóli í Vallahverfi var formlega opnaður fyrir skömmu og er um að ræða 18. leikskólann í Hafnarfirði. Starfsemi hans mun miða að nánu samtarfi við grunnskóla, tónmenntaskóla, íþróttahús og bókasafn, því öll sú starfsemi verður undir sama þaki. Að sögn leikskólastjórans Berglindar Kristjánsdóttur verður lögð áhersla á að skapa góðan starfsanda þar sem allir fá að njóta sín og leggja sitt að mörkum. Slíkt fyrirkomulag auki á tækifæri og bjóði upp á fjölbreyttar leiðir til lærdóms og samvinnu. „Leikskólabörn lifa fyrir stað og stund og eru ávallt að kanna og uppgötva nýja hluti og trúi ég því að okkar...

Read More

Eins og stór fjölskylda

Hið geysivinsæla fyrirtæki Kjötkompaní var stofnað um það leyti sem Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland. Þá voru tveir starfsmenn við afgreiðslu í húsnæðinu við Dalshraun 13, annar þeirra sjálfur eigandinn Jón Örn Stefánsson. Í dag er starfsemin á fjórum stöðum og starfsmenn eru orðnir fleiri en fjörutíu. Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn, en undirbúningur er á fullu fyrir afmælishátíð sem hefst í dag. Hjónin Jón Örn og Hildur Guðmundsdóttir höfðu undirbúið rekstur Kjötkompanís í fimm ár fyrir opnunina árið 2009. „Vörumerkið er eitt af börnunum okkar og okkur þykir ofsalega vænt um það. Það er ótrúlegt að hafa...

Read More

„Er ég kem heim…í Bæjarbíó“

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Höskuldur Þór Jónsson var með stillt á Rás 1 á fallegri vetrarnóttu þegar lagið Lónlí blú boj ómaði í útvarpinu. Hann fann í kjölfarið slitna og rispaða plötu í kassa hjá föður sínum með Ðe Lónlí Blú Bojs og þá var ekki aftur snúið. Hann heillaðist af nafni hljómsveitarinnar og lögunum og hóf að skrifa handritið að sýningu sem slegið hefur í gegn á fjölum Bæjarbíós, undir sama nafni: ðe lónlí blú bojs. Auk Höskuldar hefur hópur ungs og kraftmikils fólks náð að skapa söngleik sem er gefur stóru uppfærslunum á stóru sviðum landsins ekkert eftir....

Read More

„Þetta hús fer ekkert í gagnið aftur“

Slökkvi – og hreinsunarstarf stendur yfir í vöruskemmu við Fornubúðir 3, en tilkynning um eld þar barst á fjórða tímanum í  nótt. Húsnæði fyrirtækjanna IP-úgerðar og IC Core er ónýtt. Sá hluti húsnæðisins þar sem Fiskmarkaður Suðurnesja er til húsa slapp við eldinn, en slökkvilið náði að koma í veg fyrir breiðslu elds þangað yfir. Allt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent á vettvang og að auki kom aðstoð frá Brunavörnum Árnessýslu og Brunavörnum Suðurnesja.  Í samtali við Fjarðarpóstinn á svæðinu um hádegisbilið sagði Skúli Theódór Haraldsson, starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar, að ef eldurinn hefði náð yfir til hluta hússins þar sem fiskmarkaðurinn er, þá...

Read More

Skólamatur í höndum Skólamatar

Nýlega var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Tveir aðilar tóku þátt í útboðinu en annar dró tilboð sitt til baka. Bæjarráð samþykkti, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, á fundi sínum þann 11. júlí síðastliðinn að ganga til samninga við Skólamat ehf. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar ehf. skrifuðu undir samstarfssamning í dag. Hafnarfjarðarbær hefur gert samning við Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2019-2023 en Skólamatur hefur frá 1. nóvember 2017 sinnt þessari þjónustu. Samningstíminn er fjögur ár með ákvæðum um að hægt verði...

Read More