Flokkur: Heilsa

Gengur hringveginn yngst og fyrst kvenna

Hafnfirðingurinn Eva Bryndís Ágústsdóttir er krafmikil ung kona, fædd árið 2002. Í sumar ætlar hún ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, heldur ganga allan hringveginn, auk nokkurra vega utan hans. Við vitum ekki betur en að Eva Bryndís verði bæði yngsti Íslendingurinn og einnig fyrsta konan til þess að framkvæma slíkt afrek. Með þessu vill hún safna áheitum fyrir Barnaspítala Hringsins, sem fjölskylda hennar er afar þakklát. Eins og gefur að skilja er svona löng ganga mikil þrekraun fyrir bráðum 17 ára ungling, en Eva er hvergi bangin. „Ég fékk þessa hugmynd í byrjun janúar...

Read More

Næringarsáttmáli og samræmdir matseðlar

Leikskólar Hafnarfjarðar starfa eftir nýjum næringarsáttmála og elda eftir samræmdum matseðlum.  Vinna við verkefnið hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hófst markviss innleiðing þess fyrir rétt um ári síðan. Afraksturinn byggir á mikilli greiningarvinnu, næringarútreikningum, samstarfi og samtali viðeigandi aðila ásamt mati nemenda og starfsmanna. Næringarsáttmálinn hefur nú formlega verið gefinn út. Samræmdir matseðlar leikskóla Hafnarfjarðar byggja að á matseðlum Skólar ehf. sem hefur um ára bil þróað sína matseðla og tekið m.a. mið af mjög nákvæmum næringarútreikningum. Fyrirtækið Skólar ehf. rekur í dag fimm heilsuleikskóla á Íslandi og hefur tekið virkan þátt í þróun verkefnisins heilsueflandi leikskóli...

Read More

Falin perla í Suðurbæjarlaug

Líkamsræktarstöðin GYM heilsa fagnar á þessu ári 20 ára starfsafmæli í Suðurbæjarlaug. Við kíktum í heimsókn, þar sem Kjartan Már Hallkelsson rekstrarstjóri leiddi okkur um stöðina, sem hefur safnað upp tryggum og góðum hópi viðskiptavina í gegnum árin.  Það eru ekki allir sem vita að GYM heilsa er í um 300 fermetra rými á neðri hæð Suðurbæjarlaugar. Rýmið skiptist í nokkur minni rými sem hvert og eitt skipar sína sérstöðu með öllum þeim tækjum og tólum sem góð líkamsræktarstöð býður upp á. „Við byrjuðum í 80 fermetrum en erum búin að koma okkur fyrir á öllu þessu svæði í dag,“ segir...

Read More

Mikil stemming hjá hlaupurum

Haupasería FH og Bose hefur sannað sig sem ein skemmtilegasta hlaupasería landsins og það vantaði ekkert upp á stemminguna þegar hátt í 400 hlaupagarpar spreyttu sig á 5 km hlaupinu í frábærum aðstæðum. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir sem Bergdís Norðdahl tók í stemmingunni sem myndaðist við íþróttahúsið við Strandgötu. Hlaupinu verða gerð betri skil í næsta tölublaði Fjarðarpóstsins en helstu úrslit urðu eftirfarandi: Konur 1. Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR. 18:35 2. Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölnir. 18:59 3. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, UFA-Eyrarskokk. 19:08 Karlar 1. Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR-Nike. 16:17 2. Maxime Sauvageon. 16:37 3. Guðni Páll Pálsson,...

Read More

Karate er ekki fyrir vitleysinga

Karatekonan Hjördís Helga Ægisdóttir hefur á tiltölulega skömmum tíma skotist fram á sjónarsviðið  en Hjördís stundar íþrótt sína hjá Haukum. Þessi efnilega karatekona er komin í landsliðið og framtíðin er björt. „Ég byrjaði að stunda karate átta ára gömul. Pabbi æfði karate með KFR og var alltaf að tala um hvað þetta væri gaman. Ég ákvað að prófa og hef ekki litið til baka síðan. Mig vantaði að æfa einhverja íþrótt og þetta var alveg kjörið. Karate hentar krökkum sem eiga í smá vandræðum með skapið en það er mikill agi og sjálfsstjórn á karate-æfingum. Ég var samt bara...

Read More