Flokkur: Heilsa

Karate er ekki fyrir vitleysinga

Karatekonan Hjördís Helga Ægisdóttir hefur á tiltölulega skömmum tíma skotist fram á sjónarsviðið  en Hjördís stundar íþrótt sína hjá Haukum. Þessi efnilega karatekona er komin í landsliðið og framtíðin er björt. „Ég byrjaði að stunda karate átta ára gömul. Pabbi æfði karate með KFR og var alltaf að tala um hvað þetta væri gaman. Ég ákvað að prófa og hef ekki litið til baka síðan. Mig vantaði að æfa einhverja íþrótt og þetta var alveg kjörið. Karate hentar krökkum sem eiga í smá vandræðum með skapið en það er mikill agi og sjálfsstjórn á karate-æfingum. Ég var samt bara...

Read More

Tvíburarnir unnu tvöfalt

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fer fram helgina 23.-24. febrúar. Mótið er haldið á heimavelli FH í Kaplakrika og FH-ingar eru efstir að loknum fyrri keppnisdegi. Alls er keppt í 24 greinum og eru 169 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum. Mótinu lýkur sunnudaginn 24. febrúar þar sem lokagreinin verður keppni í 4 x 400 metra boðhlaupi. FH vann til sex Íslandsmeistaratitla fyrri keppnisdaginn og leiðir heildarkeppnina með 26 stig. ÍR er í öðru sæti með 17 stig og Breiðablik er í þriðja sæti með 10 stig. Það vakti mikla athygli að FH-ingar fengu tvíburasigur í 400m hlaupi karla...

Read More

Besta starfsfólkið í mestri hættu

Kulnun hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin misseri og á seinni hluta síðasta árs hratt VIRK starfsendurhæfingarsjóður af stað auglýsingaherferð undir heitinu „Er brjálað að gera?“ 1900 manns fengu aðstoð VIRK í fyrra. Við heyrðum í Hafnfirðingnum Vigdísi Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, sem segir margar og flóknar ástæður vera fyrir því að fólk fer í þrot. „Kulnun er ekki sjúkdómsgreining, heldur starfsþrot. Einstaklingar sem kljást við einkenni kulnunar koma til okkar með aðrar greiningar, s.s. kvíða og þunglyndi. Ég get fullyrt að allir sem koma til okkar eru í mjög alvarlegri stöðu og þurfa þjónustu og aðstoð,“ segir Vigdís og...

Read More

Vill ná fólki áður en það brotlendir

Í sumum nágrannalanda Íslands upplifa 13% starfandi einstaklinga kulnun og þar er hún algengust í kennarastétt. Í fræðsluefni á vefsíðu VIRK lýsir Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur og sviðsstóri, kulnun m.a. sem tilfinningalegri örmögnun, óeðlilegri og hamlandi þreytu, litlu úthaldi, orku og frumkvæði, tilfinningalegri flatneskju, neikvæðu viðhorfi, dvínandi persónulegum árangri, neikvæðu mati og erfiðleika við að takast á við vandamál. Við hittum Hauk Haraldsson,  klínískan sálfræðing í Sálfræðihúsinu við Bæjarhraun 8, og fræddumst um kulnun út frá hans sjónarhóli í starfi. Haukur segir dæmigerð einkenni kulnunar verða til þegar einstaklingur sé í starfi eða verkefni þar hann upplifi viðvarandi streitu...

Read More

„Mér fannst ekki nógu mikið að mér“

Sigrún Jónsdóttir er þroskaþjálfi, „life coach“ og sérhæfður ADHD- og einhverfu-markþjálfi. Hún kláraði diplomanám í hugrænni atferlismeðferð og hefur ástríðu fyrir að aðstoða fullorðna, fjölskyldur og fólk, aðallega börn, með fyrrnefndar greiningar. Sigrún fór að sýna alvarleg einkenni kulnunar árið 2016 og vinkona hennar hvatti hana til að sækja um hjá VIRK. Hin harðduglega Sigrún glímdi jafnframt við eigin fordóma og fannst aðrir en hún þurfa meira á hjálpinni að halda.    Í nóvember 2016 sagði vinkona Sigrúnar við hana að henni fyndist hún vera orðin frekar ólík sjálfri sér og hvatti hana til þess að komast í viðtal...

Read More