Flokkur: Listir og menning

Pollalúðrapönk með barnakór

Þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Á efnisskránni verður úrval laga Pollapönkaranna í splunkunýjum útsetningum. Við hittum Rúnar Óskarsson, stjórnanda Lúðrasveitarinnar, Arnar Gíslason Pollapönkara og kórfulltrúana Lísbetu Heklu Halldórsdóttir, Áróru Gunnvöru Þórðardóttur og Bríeti Jónsdóttur. Hugmyndina að tónleikunum fékk Rúnar fyrir mörgum árum. „Mér fannst Pollapönkararnir hressir, litríkir, jákvæðir og fyndnir og setti mig í samband við þá árið 2013. Þeir voru til í þetta en við tók þátttaka þeirra í Eurovision. Ég setti því aðeins í salt þar til fyrir einu...

Read More

Íþróttakona Hafnarfjarðar hefur æft dans í 20 ár

Sara Rós Jakobsdóttir, dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018. Sara Rós er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í standard, latin og 10 dönsum á árinu. Hún keppir fyrir landslið Dansíþróttasambands Íslands ásamt dansfélaga sínum og tóku þau þátt í fjölda alþjóðlegra móta víðsvegar um heiminn með góðum árangri. Þau náðu 6. sæti í úrlistakeppni Evrópumeistaramótsins í 10 dönsum. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá bjóst ég alls ekki við að hljóta þennan titil. Alls ekki vegna þess að mér fannst ég ekki eiga hann skilið, heldur vegna þess að ég er orðin svo vön því...

Read More

Hver verður bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019?

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2019. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað á rafrænu eyðublaði , með tölvupósti á menning@hafnarfjordur.is eða í Ráðhús Hafnarfjarðar merkt: Þjónustuver Hafnarfjarðar – Bæjarlistamaður Strandgötu 6 220 Hafnarfirði Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2019 fær greidda 1,5 milljón króna. Skilafrestur er til 1. febrúar. Mynd: Við afhendingu á viðurkenningunni Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018, sem...

Read More

Laddi fékk fálkaorðu

Hafnfirðingurinn, leikarinn, söngvarinn, ljóðskáldið og skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, var á nýársdag sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar. Víða mátti heyra og lesa orðið „loksins“ af þessu tilefni, enda hefur Laddi skemmt landanum og um áratuga skeið, gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt í miklum fjölda skemmtiþátta.  Laddi er fæddur árið 1947 og verður því 72 ára 20. janúar nk. Hann hefur sem handritshöfundur og leikari, t.d leikið í Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni Einnig hefur hann leikið í mörgum áramótaskaupum og tekið þátt í að semja þau. Hann hefur skapað fjöldann...

Read More

Árleg áramótabrenna á Haukasvæðinu

Áramótabrenna verður sem fyrr haldin á íþróttasvæði Hauka á Ásvöllum kl. 20:00 á gamlárskvöld. Nánar tiltekið í hrauninu fyrir framan íþróttamiðstöðina en það eru Knattspyrnufélagið Haukar og Hafnarfjarðarbær standa saman að brennunni. Gestum og gangandi er bent á að halda sig í góðri fjarlægð frá brennunni, klæða sig eftir veðri, skilja flugeldana eftir heima og njóta til fulls samveru með vinum, ættingjum og öðrum hressum íbúum og gestum Hafnarfjarðar. Íþrótta- og tómstundanefnd, forvarnarfulltrúi, foreldraráð og foreldrafélög í Hafnarfirði ásamt lögreglu hvetja foreldra barna og unglinga í Hafnarfirði til að gera gamlárskvöld að fjölskylduvænu og skemmtilegu kvöldi. Að venju má...

Read More