Flokkur: Samfélagsmál

MAX1 í Hafnarfirði í 10 ár

Verkstæði MAX1|Vélaland í Hafnarfirði hefur nú verið starfandi í 10 ár. Þegar verkstæðið var fyrst opnað voru þar þrír starfsmenn en nú starfa þar 22. MAX1|Vélaland sér hæfir sig í bílaviðgerðum og hraðþjónustu fyrir flestallar tegundir bíla. Fyritækið er með tvö vörumerki í Dalshrauni, þ.e.a.s. MAX1 sem er hraðþjónusta og Vélaland sem er þjónusta fyrir almennar viðgerðir fyrir flestar gerðir bifreiða. Hraðþjónustan saman stendur af hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu, bremsuþjónustu, svo sem bremsuklossa- og diska-, rafgeymaþjónustu, rúðuþurrkuþjónustu, peruþjónustu og demparaþjónustu. Vélaland sinnir almennum viðgerðum, tímareimaskiptum og rúðuskiptum fyrir flestallar gerðir bíla og fyritækið hefur sérhæft sig í bílamerkjum Brimborgar; Ford, Volvo,...

Read More

Óskar er töfrateningameistari Íslendinga

Dagana 4. og 5. janúar var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. 27 manns frá 7 löndum kepptu verður í 14 mismunandi greinum. Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson náði bestum árangri Íslendinga, krækti í ein gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons. Upprunalegri töfrateningurinn (Rubiks Cube 3×3) sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og síðan þá hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka. Ótrúleg flóra nýrra teninga, af öllum stærðum og gerðum, hefur bæst við og alþjóðlegt mót í töfrateningum er haldið árlega. Í ár var það í...

Read More

„Stína Maja átti að fá þetta“

Lesendur Fjarðarpóstsins kusu lögreglumanninn Guðmund Fylkisson sem Hafnfirðing ársins 2018. Könnunin fór fram á vef Fjarðarpóstsins á milli jóla og nýárs. Guðmundur er orðinn landsþekktur í hlutverki sínu við að hafa uppi á börnum sem runnið hafa út af spori velgengni og hamingju. Guðmundur segir m.a., í viðtali við Fjarðarpóstinn, að varast skuli staðalímyndir barna í slíkum sporum, því ástæðurnar séu margar og ólíkar. „Mér fannst Stína Maja [Kristín María Indriðadóttir, fyrrverandi verkefnastjóri Fjölgreinadeildar Lækjarskóla] eiga þetta meira skilið en ég, þótt mér þyki vænt um að fólk virði það sem ég geri. Ég held að fólk átti sig...

Read More

Barn – Ráðgjöf – Úrræði

Stjórnvöld og fagaðilar innan mennta- og velferðarþjónustu hafa síðustu misseri lagt ríkari áherslu á að bregðast fljótt við þegar börn og unglingar sýna fyrstu merki um náms- tilfinninga- eða geðheilsuvanda. Starfshópur í Hafnarfjarðarbæ hefur síðustu tvö árin unnið að því að þróa verklag til að veita slíka þjónustu í tæka tíð. Í framhaldi af þeirri vinnu var verkefnið BRÚIN- barn- ráðgjöf- úrræði, sett af stað. Helsta markmið BRÚARINNAR er að auka lífsgæði leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði með snemmtækri þjónustu. Þegar vandi barns fer að gera vart um sig er fyrst í stað oft hægt að nýta einföld úrræði...

Read More

Laddi fékk fálkaorðu

Hafnfirðingurinn, leikarinn, söngvarinn, ljóðskáldið og skemmtikrafturinn Þórhallur Sigurðsson, Laddi, var á nýársdag sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til íslenskrar menningar. Víða mátti heyra og lesa orðið „loksins“ af þessu tilefni, enda hefur Laddi skemmt landanum og um áratuga skeið, gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt í miklum fjölda skemmtiþátta.  Laddi er fæddur árið 1947 og verður því 72 ára 20. janúar nk. Hann hefur sem handritshöfundur og leikari, t.d leikið í Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni Einnig hefur hann leikið í mörgum áramótaskaupum og tekið þátt í að semja þau. Hann hefur skapað fjöldann...

Read More