Flokkur: Samfélagsmál

Skaðsemi veipsins áhyggjuefni

Rétt tæpur fjórðungur framhaldsskólanema veipar daglega. Þeim hefur fjölgað um rúmlega helming á tveimur árum samkvæmt nýjum niðurstöðum Rannsókna og greiningar sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV fyrir skömmu. Við leituðum álits á þessari þróun hjá fulltrúum þeirra sem hafa með málefni og velferð ungs fólks að gera, þeim Stefáni Má Gunnlaugssyni, formanni Foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar, segir mikið áhyggjuefni hve stór hluti unglinga og ungs fólks notar rafrettur og hve sú þróun hefur verið hröð. „Það kemur ekki á óvart enda hafa tóbaksframleiðendur markaðsett þessa vöruna einkum fyrir ungt...

Read More

Með heiminn í vasanum

Á dögunum birti Rannsóknastofa í tómstundafræðum Háskóla Íslands niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífskjör skólanema, en þær byggja á svörum 7.000 nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Um 10% nemenda segjast ekki líða vel í skólanum og 2,7%-4,2% nemenda líður mjög illa samkvæmt rannsókninni. Skólapúlsinn mælir sjálfsálit, stjórn á eigin lífi, vanlíðan, kvíða og einelti og skv. nýjustu niðurstöðum hans hefur einelti og vanlíðan aukist. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar og ráðgjafi hjá Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar, vilja aukna umræðu og aðgerðir í þessum málaflokki. Valdimar segist í sínu starfi vera var við aukna skólaforðun. Í...

Read More

Flutningur Hamraneslínu framundan

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar áðan voru tvö framkvæmdaleyfi samþykkt sem marka munu tímamót í uppbyggingu og öryggi atvinnulífs í Hellnahrauni og uppbyggingu byggðar í Skarðshlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi inn af Völlunum í Hafnarfirði. Samþykkt var að Landsnet fengi framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2 og mun háspennulínan færast tímabundið á kafla við tengivirkið í Hamranesi þar til línan verður lögð í jörð. Einnig var samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Hafnarfjarðarbær hefur talað máli tvöföldunar...

Read More

MAX1 í Hafnarfirði í 10 ár

Verkstæði MAX1|Vélaland í Hafnarfirði hefur nú verið starfandi í 10 ár. Þegar verkstæðið var fyrst opnað voru þar þrír starfsmenn en nú starfa þar 22. MAX1|Vélaland sér hæfir sig í bílaviðgerðum og hraðþjónustu fyrir flestallar tegundir bíla. Fyritækið er með tvö vörumerki í Dalshrauni, þ.e.a.s. MAX1 sem er hraðþjónusta og Vélaland sem er þjónusta fyrir almennar viðgerðir fyrir flestar gerðir bifreiða. Hraðþjónustan saman stendur af hjólbarðaþjónustu, smurþjónustu, bremsuþjónustu, svo sem bremsuklossa- og diska-, rafgeymaþjónustu, rúðuþurrkuþjónustu, peruþjónustu og demparaþjónustu. Vélaland sinnir almennum viðgerðum, tímareimaskiptum og rúðuskiptum fyrir flestallar gerðir bíla og fyritækið hefur sérhæft sig í bílamerkjum Brimborgar; Ford, Volvo,...

Read More

Óskar er töfrateningameistari Íslendinga

Dagana 4. og 5. janúar var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. 27 manns frá 7 löndum kepptu verður í 14 mismunandi greinum. Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson náði bestum árangri Íslendinga, krækti í ein gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons. Upprunalegri töfrateningurinn (Rubiks Cube 3×3) sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og síðan þá hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka. Ótrúleg flóra nýrra teninga, af öllum stærðum og gerðum, hefur bæst við og alþjóðlegt mót í töfrateningum er haldið árlega. Í ár var það í...

Read More