Flokkur: Samfélagsmál

Hafnfirðingur ársins: Þessi eru tilnefnd

Lesendum Fjarðarpóstsins stóð til boða að tilnefna Hafnfirðing ársins fram að miðnætti á Þorláksmessu. Sjö aðilar fengu tilnefningar að þessu sinni og eru nöfn þeirra hér í stafrófsröð, ásamt ástæðum tilnefninga. HÆGT VERÐUR AÐ KJÓSA FRAM AÐ MIÐNÆTTI Á GAMLÁRSKVÖLD MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á ÞENNAN HLEKK   Björgunarsveit Hafnarfjarðar:  „Þarna fer fram einstök starfsemi sem felst í undirbúningi fyrir að bjarga eignum og mannslífum. Ég held að fólk geri sér ekki almennilega grein fyrir mikilvægi björgunarsveitarinnar, allt árið um kring.“     Emil Hallfreðsson, knattspyrnumaður: „Hann stóð sig svo vel á HM í fótbolta, þar sem hann var valinn...

Read More

Heillandi helgileikir í Víðistaðakirkju

Helgileikir eru vinsæl hefð hjá grunnskólum víða um land og eru hafnfirskir skólar þar engin undantekning. Fjarðarpósturinn var viðstaddur tvo slíka af fjórum sem fram fóru um síðustu helgi í Víðistaðakirkju. Fjórðu bekkingar Víðistaðaskóla sáu um kórsöng og fimmtu bekkingar skipuðu hlutverk söguhetjanna í jólaguðspjallinu og englakórinn. Öll stóðu þau sig með prýði og stemningin var afar falleg. ...

Read More

Eplailmur og heimatilbúin jólatré

Á fyrri hluta síðustu aldar var hápunktur jólanna ilmurinn af rauðum, nýpússuðum eplum. Algengt var að þá fengju börn bara árlega nýjan fatnað fyrir eða um jól, svo að þau færu ekki í jólaköttinn. Systkini fengu jafnvel saman eina bók í jólagjöf og lím var búið til úr mauksoðnum hafragraut. Fjarðarpósturinn kíkti við hjá fjórum íbúum Hrafnistu í Hafnarfirði og spurði þau um jólin í gamla daga.  Skúlína Sigurveig Stefánsdóttir,  f. 1931. „Fyrsta minning af jólum var þegar ég var þriggja ára og datt niður stiga. Ég grét svo sárt þótt ég hafi ekki slasast neitt. Ég var elst...

Read More

Útkall fjórða hvern dag

Árið hefur verið annasamt að vanda hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Sveitin hefur sinnt 83 útköllum fyrstu 11 mánuði ársins, þar af voru 26 leitarverkefni, 15 beiðnir um aðstoð við að koma slösuðum til byggða, 11 óveðursverkefni, 11 bíltengd verkefni vegna fastra bifreiða og umferðaslysa, 7 verkefni á sjó ásamt viðbragðsverkefnum tengt Keflavíkurflugvelli og þjónustuverkefnum fyrir lögregluna. Starfið hefur jafnframt verið afar líflegt en mikill áhugi hefur verið meðal Hafnfirðinga um starfið sem sést best á góðri þátttöku í nýliðaþjálfun og unglingadeild. Nýliðar eru fullorðnir eintaklingar eldri en 18 ára sem hafa hug á að verða björgunarmenn, þjálfun þeirra tekur um...

Read More

Launamunur kynja lækkar hjá Hafnarfjarðarbæ

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017. Viðhaldsvottun sem framkvæmd var af BSI á Íslandi nú í desember leiðir í ljós lækkun á launamun um 1,4% frá því að jafnlaunamerkið var afhent. Í ágúst 2017 var launamismunur 4,8%, karlmönnum í hag, en mælist nú 3,4%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.  Niðurstöður viðhaldsvottunar BSI (British Standards Institution) á Íslandi, sem er faggild skoðunarstofa, staðfesta að sveitarfélagið uppfyllir þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Í samantekt úttektaraðila kemur fram að mikinn einhug er að...

Read More