Flokkur: Snapparinn

Hreinsar Hafnarfjörð á Snapchat og Instagram

Gunnella Hólmarsdóttur mun á næstu vikum halda úti Snapchat og Instagram reikningunum: HREINSUM HAFNARFJÖRÐ. Þar deilir hún hagnýtum leiðum og aðferðum við m.a. flokkun á heimilissorpi og plokkun í nærumhverfinu auk þess að veita önnur ráð. Gunnella Hólmarsdóttir er tveggja barna móðir í Kinnunum sem, líkt og margir aðrir, veltir því fyrir sér á degi hverjum hvernig hún og fjölskylda hennar getur umgengist umhverfi og auðlindir af meiri ábyrgð og virðingu. Taka þessar hugmyndir hennar m.a. til skipulags flokkunar innan veggja heimilisins, neyslu almennt, hreinsunar í nærumhverfinu og lágmörkunar á notkun heimilisbílsins. „Ég hef náð að skipuleggja heimili mitt...

Read More

Söfnun hafin fyrir Erlu Kolbrúnu

Í febrúar síðastliðnum birti Fjarðarpósturinn viðtal við Erlu Kolbrúnu Óskarsdóttur sem hefur þurft að þola mikla stöðuga verki eftir læknamistök í aðgerð við endaþarmssigi fyrir sex árum. Erla Kolbrún hefur tvisvar reynt að taka eigið líf eftir aðgerðina en hefur fengið sérfræðiaðstoð sem hefur hjálpað aðeins varðandi andlega líðan. Kona að nafni Fríða Rut Heimisdóttir sá viðtal við Erlu Kolbrúnu og setti sig í samband við hana til að kynnast henni. Í kjölfarið leituðu þær í sameiningu að mögulegri leið til að bæta líkamlega líðan líka og fundu út að stofnfrumumeðferð í Kaliforníu gæti mögulega gert það. Vitað er...

Read More

Gói Sportrönd laumaði sér í Eurovision

Hafnfirðingurinn Ingólfur Grétarsson, sem þekktastur er sem snapparinn Gói Sportrönd, geri sér lítið fyrir og laumaði sér inn í Söngvakeppni sjónvarpsins. Eða þannig lítur glænýtt myndband a.m.k. út á YouTube. Myndbandið hefur fengið mikla dreifingu á innan við sólarhring og vakið kátínu margra.  Í myndbandinu „syngur“ Gói lagið Ave Maria sem tónskáldið Franz Schubert samdi snemma á 19. öld. Eins og reglur söngvakeppninnar kveðja á um má lag sem tekur þátt ekki hafa heyrst áður og er þetta framlag Góa því miður ekki gjaldgengt. Gói fær þó vænt ‘high-five’ fyrir uppátækið og verður áhugavert að fylgjast með hvort myndbandið...

Read More

Með útsýni yfir bæjarlífið

Ég heiti Aníta Estíva Harðardóttir og ég er þrítug tveggja barna móðir, eiginkona og blaðamaður. Báðir foreldrar mínir, sem og ömmur og afar eru héðan úr Hafnarfirðinum og vil ég hvergi annarstaðar búa, enda besti bærinn! Ég ólst upp á Hraunkambi þar sem ég bjó í rúmlega tíu ár. Síðan ég fór sjálf að búa hef ég nánast alltaf haldið mig í Hafnarfirðinum og eigum við fjölskyldan nú íbúð á Eyrarholtinu þar sem útsýnið leyfir okkur að fylgjast með öllu lífinu í bænum. Ég starfa sem blaðamaður hjá DV ásamt því að blogga með vinkonum mínum hjá Fagurkerunum. Það...

Read More

Suðurgata minnti á amerískan sjónvarpsþátt

Hanna Þóra Helgadóttir heiti ég og er 29 ára Hafnfirðingur. Ég ólst upp á Suðurgötunni og gatan minnti einni helst á amerískan sjónvarpsþátt þar sem allir nágrannarnir flökkuðu á milli húsa í kaffi og áramótin voru oft alsherjar götuhátíð þar sem allir tóku þátt í. Núna búum við fjölskyldan á völlunum og líkar mjög vel. Ég hef rosalega mikinn áhuga á eldamennsku, bakstri, veisluhugmyndum og skreytingum og sýni mikið frá því á snappinu mínu í bland við annað hversdagslíf. Ég er mikið að prófa mig áfram í Sous vide eldamennsku þessa dagana og ætla að taka ofur janúarmánuð með...

Read More