Flokkur: Sport

„Gríðarlegur heiður fyrir mig“

Axel Bóasson, kylfingur frá Golfklúbbnum Keili, var undir lok síðasta árs kjörinn íþróttamaður Hafnarfjarðar árið 2018. Axel er einn af bestu kylfingum landsins og er á þriðja ári sem atvinnumaður. Hann er Íslandsmeistari og stigameistari karla á árinu. Hann sigraði á Evrópumóti atvinnumanna í blönduðum liðum ásamt Birgi Leif, Valdísi og Ólafíu á Gleneagles í Skotlandi. Axel varð einnig í öðru sæti liða í tvímenningi á Evrópukeppni atvinnumanna ásamt Birgi Leif. Ofan á þetta allt var Axel í landsliði ársins 2018. Axel sagði í stuttu samtali við Fjarðarpóstinn að titillinn íþróttamaður Hafnarfjarðar hafi verið gríðarlegur heiður fyrir hann. „Ég...

Read More

Íþróttakona Hafnarfjarðar hefur æft dans í 20 ár

Sara Rós Jakobsdóttir, dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, er íþróttakona Hafnarfjarðar árið 2018. Sara Rós er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í standard, latin og 10 dönsum á árinu. Hún keppir fyrir landslið Dansíþróttasambands Íslands ásamt dansfélaga sínum og tóku þau þátt í fjölda alþjóðlegra móta víðsvegar um heiminn með góðum árangri. Þau náðu 6. sæti í úrlistakeppni Evrópumeistaramótsins í 10 dönsum. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá bjóst ég alls ekki við að hljóta þennan titil. Alls ekki vegna þess að mér fannst ég ekki eiga hann skilið, heldur vegna þess að ég er orðin svo vön því...

Read More

18 ára dúx og landsliðskona

Alexandra Líf Arnarsdóttir, 18 ára Hafnfirðingur, var dúx Flensborgarskóla á haustönn. Hún útskrifaðist af viðskipta- og hagfræðibraut á íþróttaafrekssviði á aðeins tveimur og hálfu ári. Alexandra Líf á 14 ára bróður og þriggja ára systur. Alexandra er núna að vinna á leikskóla en stefnir á að fara í háskóla í haust. „Ég er alls ekki viss um hvað mig langar að læra en er mikið að pæla í fjármálaverkfræði eða tölvunarfræði. Mig langar líka að fara í skóla erlendis einhvern tímann,“ segir Alexandra Líf, en hennar helsta áhugamál er handbolti. Hún spilar með meistarflokki Hauka, er í U19 ára...

Read More

Óskar er töfrateningameistari Íslendinga

Dagana 4. og 5. janúar var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. 27 manns frá 7 löndum kepptu verður í 14 mismunandi greinum. Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson náði bestum árangri Íslendinga, krækti í ein gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons. Upprunalegri töfrateningurinn (Rubiks Cube 3×3) sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og síðan þá hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka. Ótrúleg flóra nýrra teninga, af öllum stærðum og gerðum, hefur bæst við og alþjóðlegt mót í töfrateningum er haldið árlega. Í ár var það í...

Read More

„Hún getur það sem hún ætlar sér“

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins undir lok síðasta árs, sjöunda í röð kvenna eftir sjöundu tilnefninguna í röð. Sara Björk hóf sinn feril hjá Haukum og var aðeins 16 ára valin í landsliðið. Hún fór af landi brott daginn eftir verðlaunaafhendinguna en Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn til stoltra foreldra hennar, Guðrúnar Valdísar Arnardóttur og Gunnars Svavarssonar í Áslandinu. Foreldrar Söru Bjarkar voru staddir í sumarbústað með bróður hennar tengdadóttur og barnabarni þegar kjörið á íþróttamanni ársins var tilkynnt. „Við vorum svo klökk og veinuðum af gleði. Þetta var svo stórkostleg stund og full af tilfinningum,“ segir...

Read More