Flokkur: Stjórnmál

Tímamótasamningur við Vinabæ undirritaður

Þjónustusamningur við Vinabæ um sértæka búsetuþjónustu í íbúðakjarna að Stuðlaskarði í Hafnarfirði var undirritaður í upphafi vikunnar að viðstöddu fjölmenni. Væntanlegir íbúar og aðstandendur mættu til undirritunarinnar til að fagna þessum tímamótasamningi um framtíðarbúsetu í Skarðhlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi í Hafnarfirði. Þetta kemur fram á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar.  Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum 9. janúar síðastliðinn að ganga til samninga við Rekstrarfélagið Vinabæ. Markmið þjónustusamnings félagsins við Hafnarfjarðarbæ er að koma til móts við þjónustuþörf íbúanna og veita þeim bestu mögulega þjónustu í sértækri búsetu sem tök eru á að veita á hverjum tíma. Einstaklingarnir búa í dag...

Read More

Samfélagshús í gömlu Skattstofunni

Nýtt ungmennahús hefur tekið til starfa í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Í ungmennahúsi stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, afhenti á dögunum húsnæðið formlega til verkefnastjóra ungmennahúss sem stýrir starfsemi hússins og tekur þar vel á móti öllum ungmennum. John Friðrik Bond Grétarsson, tómstunda- og félagsmálafræðingur, var ráðinn sem verkefnastjóri í lok árs 2018 og hefur síðan þá unnið að breytingum á húsnæði og framkvæmd þeirra stefnumótunar sem mörkuð var síðasta árið. John Bond...

Read More

KRYDD hlaut Hvatningarverðlaun MsH

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í þriðja sinn í kvöld. Veitingahúsið KRYDD hlaut aðalverðlaunin einnig fengu NÚ framsýn menntun, Karel Karelsson og TRU Flight Training Iceland viðurkenningar. Þá stigu á stokk fyrirlesarar sem fræddu viðstadda um leiðtogafærni og hjónin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson fluttu ljúf lög.  Í umsögn með hvatningarverðlaunum segir að KRYDD hafi komið inn í hafnfirskt samfélag með látum; svo miklum að tíminn sem fara átti í að aðlaga starfsemina og komast hægt og rólega í gang var enginn þar sem gríðarleg áskókn hefur verið allt frá opnun. Í röksemdum fyrir valinu sagði m.a.: Frábær lyftistöng fyrir...

Read More

Hamraneslínur – Reykjanesbraut – Veggjöld

Það var mikið fagnaðarefni fyrir okkur Hafnfirðinga og ekki síst íbúa á Völlum þegar undirritað var samkomulag sumarið 2015 um niðurrif Hamraneslínu og færslu Ísallínu. Forsenda þessara framkvæmda er ný lína, Lyklafellslína sem á að leggja í gegnum fjögur sveitarfélög sem öll gáfu út framkvæmdaleyfi. Hrauna­vin­ir og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suðvest­ur­lands kærðu veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is­ins sem úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindarmála felldi úr gildi. Frá þeim tíma hefur verið unnið að útfærslu að færslu Hamraneslínunnar frá byggð og nýbyggingarsvæðum okkar Hafnfirðinga. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í síðustu viku framkvæmdaleyfi á færslu Hamraneslínu til bráðabirgða frá byggð og nýbyggingarsvæðum þar til nýtt umhverfismat vegna Lyklafellslínu...

Read More

Flutningur Hamraneslínu framundan

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar áðan voru tvö framkvæmdaleyfi samþykkt sem marka munu tímamót í uppbyggingu og öryggi atvinnulífs í Hellnahrauni og uppbyggingu byggðar í Skarðshlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi inn af Völlunum í Hafnarfirði. Samþykkt var að Landsnet fengi framkvæmdarleyfi fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2 og mun háspennulínan færast tímabundið á kafla við tengivirkið í Hamranesi þar til línan verður lögð í jörð. Einnig var samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar. Hafnarfjarðarbær hefur talað máli tvöföldunar...

Read More