Flokkur: Stjórnmál

Gerum þetta saman

Nú í vikunni var boðað til málþings um samstarf heimilis og skóla af hálfu Hafnarfjarðarbæjar.  Verkefni sem unnið hefur verið að á nýliðnum vetri og er svo sannarlega þarft.  Samstarf heimilis og skóla er hornsteinn þess að börnin okkar fái sem mest út úr skólagöngu sinni og geti horft jákvæðum augum til skólagöngu sinnar og skili sér sterk  á þann vettvang sem hugur þeirra stefnir til. Ábyrgð kennara og skólastjórnenda er mikil. En, ábyrgð okkar foreldra er ekki síður mikil.  Þegar átt er við með samstarfi heimilis og skóla þá er kannski ekki alveg ljóst til hvers er ætlast...

Read More

Ábyrgan rekstur áfram

Sumarið er komið í Hafnarfirði, hátíðin Bjartir dagar nýafstaðin með frábærri þátttöku í glæsilegum viðburðum. Sungið var í Heima-húsum og hoppað með (íþrótta)álfum í Hellisgerði og skapandi fólk lét ljós sitt skína um víðan völl. Ársreikningur bæjarins fyrir 2017 er kannski ekki eins spennandi viðburður, en hann er þó hluti af stærri vorkomu, sem lengi hafði verið beðið eftir. Árangurinn sem ársreikningurinn birtir kom ekki af sjálfu sér. Hann er árangur þrotlausrar vinnu Haraldar Líndar Haraldssonar bæjarstjóra og alls hins starfsfólksins hjá stofnunum bæjarins. Erfiðasti hjallinn var árið 2015, þegar endi var bundinn á áralanga skuldasöfnun. Á mannamáli má...

Read More

Heimsmarkmiðin og Hafnarfjörður

Þjóðir heims hafa sett sér markmið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem leitast er við að bæta líf jarðarbúa, frelsi og hagsæld og að tryggja að hver kynslóð skili náttúru og umhverfi í jafn góðu ástandi eða betra til komandi kynslóða. Heimsmarkmiðin snúa að fjölmörgum þáttum, s.s. útrýmingu fátæktar, eflingu heilsu, menntunar, jafnréttis, sjálfbærni, atvinnu og hagvexti, svo nokkur atriði séu nefnd. Við getum sjálf lagt af mörkum Þótt heimsmarkmiðin kunni að hljóma fjarri okkur og jafnvel framandi í dagsins önn eiga þau erindi við okkur hvert og eitt, hér í Hafnarfirði rétt eins og úti í hinum stóra...

Read More

14 tillögur um framtíð Flensborgarhafnar

Alls bárust 14 tillögur í opna hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis sem Hafnarfjarðarhöfn stendur fyrir í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Þetta kemur fram á síðu Hafnarfjarðarbæjar.  Dómnefnd sem skipuð er þremur fulltrúum frá Hafnarstjórn og skipulagsráði bæjarins auk tveggja fulltrúa frá Arkitektafélaginu hefur nú tillögurnar til yfirferðar en stefnt er að því að niðurstaða dómnefndar liggi fyrir eigi síðar en á 110 ára kaupstaðarafmæli bæjarins þann 1. júní n.k. Samhliða verðlaunaveitingu fyrir bestu tillögurnar að mati dómnefndar verður efnt til sýningar á öllum þeim tillögum sem bárust í samkeppnina. Mynd: Olga...

Read More

Hafnarfjörður með fæstu íbúðirnar

Hafnarfjörður er með fæstar íbúðir í byggingu í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu utan Seltjarnarness. Í talningu sem Samtök iðnaðarins gerðu sl haust um íbúðir í byggingu kemur í ljós að Hafnarfjörður var með 170 íbúðir í byggingu, var Reykjavík með 1509, Kópavogur með 900, Garðabær með 607 og Mosfellsbær með 513 íbúðir. Þetta er sláandi munur sem helgast bæði af því að skortur er á lóðum undir fjölbýlishús í bænum auk þess að skipulagsskilmálar á byggingalóðum eru frámunalega þröngir. Forræðishyggjan gengur svo langt á lóðum í Skarðshlíðinni að í skipulagsskilmálum er fyrirskipað hvernig hús skulu vera á...

Read More