Flokkur: Stjórnmál

Fjölgun leikskólarýma í Hafnarfirði

Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst að því að bæta þjónustu fyrir barnafjölskyldur í Hafnarfirði og er það í stefnu núverandi meirihluta. Á næsta ári verður opnaður 4 deilda leikskóli við Skarðshíðarskóla sem tekur um 90 börn.  Leikskólinn er mikil og góð viðbót við þá góðu leikskóla sem við höfum nú þegar í bæjarfélaginu. Einnig verður hafist handa við undirbúning og hönnun að viðbyggingu við leikskólann Smáralund sem staðsettur er í  Suðurbæ og vonir standa til að geti opnað árið 2020. Í ljósi íbúaþróunar á komandi árum liggur fyrir að fjöldi ungra barna fer fjölgandi í ákveðnum hverfum...

Read More

Munu endurmeta öryggismál

Ölvaður maður gekk inn í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á skólatíma sl. fimmtudag og lét þar öllum illum látum. Viðstaddir; börn, foreldrar og starfsfólk skólans, urðu að vonum skelkuð en þrír karlar yfirbugðu manninn þar til lögreglan kom og handtók hann. Fjarðarpósturinn leitaði viðbragða hjá Eiríki Stephensen, skólastjóra TH, sem segir málið litið mjög alvarlegum augum þar á bæ. „Þetta gerist á skólatíma í tónlistarskólanum og því nokkuð líf í húsinu en sem betur fer var hópurinn ekki stór sem upplifði sjálft atvikið. Mikil áhersla var lögð á það um leið að veita öllum þeim sem vitni urðu að atvikinu viðeigandi...

Read More

Fyrirlestur um 10 ára „afmæli“ hrunsins

Björn Erlingsson verður með fyrirlestur í Bókasafni Hafnarfjarðar, þriðjudaginn 6. nóvember nk. kl. 17.00, í tilefni af 10 ára „afmæli“ bankahrunsins. Björn, ljósmyndari og rithöfundur, gaf út ljósmyndabókina Ísland á umbrotatímum árið 2011. Bókin fjallar um hrunið og ýmsa atburði sem voru efst á baugi í samfélaginu á þeim tíma og næstu árin þar á eftir sem höfðu mikil áhrif á líf fólks. Í fyrirlestrinum veltir Björn fyrir sér hvernig samfélagið hefur þróast og áhrif fjármálakreppunnar sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins. Einnig verður rætt um aðdraganda hrunsins, svo kallað „góðæri“ og viðhorf fólks í þeim efnum. Sýndar verða fjölmargar...

Read More

6 íbúða sérbýli verða byggð

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses, hefur gengið til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um byggingu á 6 íbúða búsetukjarna ásamt sameiginlegu rými. Framkvæmdir hefjast strax á næstu dögum og eru verklok áætluð í mars 2020. Öll sérbýlin eru hönnuð samkvæmt hugmyndafræði algildrar hönnunar, hönnun fyrir alla – aðgengi fyrir alla. Í því felst að hanna góðar lausnir með jafnrétti og vellíðan alls fólks í fyrirrúmi og mun verktaki skila af sér fullbúnu húsnæði að utan sem innan. Tillaga Arnarhvols byggir á samstarfi við Svövu Jónsdóttur arkitekt og er hér um að ræða 6 íbúða sérbýli með fullu...

Read More

Tvöföldum Reykjanesbraut!

Píratar á Suðurnesjum og Píratar í Hafnarfirði sendu tilkynningu til fjölmiðla þar sem þeir skora á stjórnvöld að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og stórauka viðhald brautarinnar til að tryggja öryggi tugþúsunda skattgreiðanda og ferðamanna sem aka þarna daglega. „Á sama tíma höfnum við gjaldtöku og tollahliðum á Reykjanesbraut, sem er tvísköttun sem skerðir áunnin borgararéttindi og sjálfsákvörðunarrétt íbúa. Ríkinu ber skylda til að finna varanlega fjármögnunarleið sem tryggir fé til að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar og tryggja árlegt viðhald. Þarna er um líf og dauða að tefla, við teljum að ekki megi tefja þetta verk lengur. Stjórn Pírata á Suðurnesjum Stjórn...

Read More