Flokkur: Stjórnmál

Innflytjendamál í Hafnarfirði

Í grunnstefnu Pírata eru borgararéttindi skilgreind sem lögbundin réttindi sem þarf til að taka þátt í lýðræðislegu samfélagi. Fyrir fólk af erlendum uppruna getur þetta hins vegar verið snúið mál. Til að innflytjendur einangrist ekki og verði fullgildir þátttakendur í samfélaginu þurfa þeir að geta nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur á tungumáli sem þeir skilja. Þeir þurfa að hafa aðgang að upplýsingum um þjónustu sveitafélagsins,um tómstundir fyrir börn, félagsleg úrræði og hvert megi leita eftir aðstoð. Píratar vilja að boðið sé uppá öflugt nám í íslensku og samfélagsfærni án íþyngjandi kostnaðarþátttöku og kynnt skal sérstaklega hvaða styrkir...

Read More

Höldum áfram fyrir eldri borgara

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur unnið að fjölmörgum málum til að bæta hag eldri Hafnfirðinga og mikilvægt er sjálfstæðismenn fái stuðning í bæjarstjórn til þess að halda þar áfram. Eitt nýlegasta verkefnið er heilsuefling eldri aldurshópa bæjarins, sem hefur mælst afar vel fyrir og getur bætt lífsgæði til muna eins og rannsóknir hafa sýnt. Séð hefur verið til þess að hægt sé að nýta tómstundastyrk bæjarins við greiðslu þátttökugjaldsins. Afsláttur af fasteignaskatti til eldri borgara var stóraukinn fyrir þetta ár. Áður nutu eingöngu einstaklingar með árstekjur undir 2.995 þús. kr. fulls afsláttar, en núna nær fullur afslátur einnig til þeirra...

Read More

Til hvers að kjósa?

Næstkomandi laugardag göngum við til sveitarstjórnarkosninga. Þá gefst bæjarbúum kostur á að kjósa fulltrúa til að sitja í bæjarstjórn næstu fjögur ár. Kosningarétturinn er dýrmætur og hann eigum við alltaf að nýta. Góð kona sagði við mig um daginn. „Að kjósa veitir mér rétt til að kvarta.“ Mér fannst þetta ágætt, því ef við nýtum ekki kosningaréttinn er í raun lítið sem við getum sagt. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur sett þrjá málaflokka sérstaklega á oddinn í þessum kosningum; húsnæðismál, leikskólamál og málefni eldri borgara. Aukum framboð á húsnæði Við leggjum áherslu á að allir geti búið í öruggu húsnæði...

Read More

„Varist vinstri slysin“

Vel útfærð og heildstæð stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins liggur nú frammi. Hryggstykki hennar er sú einlæga ætlan frambjóðenda flokksins að halda áfram á braut ábyrgrar fjármálastjórnunar bæjarfélagsins. Tryggja það að bæjarsjóður, sem áður var í fjárhagslegri gjörgæslu opinbera aðila, lendi þar ekki aftur. Tryggja það að skattpeningum bæjarbúa sé frekar varið í uppbyggingu samfélagsins í stað greiðslu vaxta. Stefnuskráin leggur áherslu á að haldið sé áfram þeirri þróun á bæjarfélaginu sem leidd hefur verið af Sjálfstæðisflokknum hin síðari ár, íbúum bæjarfélagsins til heilla. Hún snertir alla bæjarbúa á einn eða annan hátt svo sem barnafjölskyldur og eldri borgara. Hvet ég kjósendur...

Read More

Samgöngur með fólk í fyrirrúmi

Samgöngumál eru einn áhugaverðasti málaflokkur sveitafélaganna. Viðreisn hefur þá einföldu og skýru samgöngustefnu að framtíð samgangna í Hafnarfirði séu fjölbreyttar sem setja fólk í forgang. Samkvæmt úttekt sem gerð var fyrir samtök sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum árum þá vinna 31% Hafnfirðinga í Hafnarfirði. Þegar við bætast nemendur í leik- og grunnskólum þá er ljóst að um 50% ferða Hafnfirðinga í byrjun dags er innanbæjarumferð. Í ferðavenjukönnun sem var gerð á nemendum í grunnskólum Hafnarfjarðar kom í ljós að 35-56% nemenda er skutlað í skólann á meðan sama hlutfall í Reykjavík er 22%.  Bær sem kennir sig við heilsu...

Read More