Flokkur: Tilkynningar

Pollalúðrapönk með barnakór

Þrjár hafnfirskar menningarstofnanir; Pollapönk, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Kór Öldutúnsskóla leiða saman hesta sína á stórtónleikum í Íþróttahúsinu við Strandgötu laugardaginn 16. febrúar næstkomandi. Á efnisskránni verður úrval laga Pollapönkaranna í splunkunýjum útsetningum. Við hittum Rúnar Óskarsson, stjórnanda Lúðrasveitarinnar, Arnar Gíslason Pollapönkara og kórfulltrúana Lísbetu Heklu Halldórsdóttir, Áróru Gunnvöru Þórðardóttur og Bríeti Jónsdóttur. Hugmyndina að tónleikunum fékk Rúnar fyrir mörgum árum. „Mér fannst Pollapönkararnir hressir, litríkir, jákvæðir og fyndnir og setti mig í samband við þá árið 2013. Þeir voru til í þetta en við tók þátttaka þeirra í Eurovision. Ég setti því aðeins í salt þar til fyrir einu...

Read More

Hver verður bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019?

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2019. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað á rafrænu eyðublaði , með tölvupósti á menning@hafnarfjordur.is eða í Ráðhús Hafnarfjarðar merkt: Þjónustuver Hafnarfjarðar – Bæjarlistamaður Strandgötu 6 220 Hafnarfirði Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2019 fær greidda 1,5 milljón króna. Skilafrestur er til 1. febrúar. Mynd: Við afhendingu á viðurkenningunni Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018, sem...

Read More

Eigendaskipti hjá Fjarðarpóstinum

Í byrjun þessa árs urðu eigendaskipti hjá Fjarðarpóstinum. Olga Björt Þórðardóttir, sem hefur ritstýrt blaðinu síðan 2017, tók við rekstrinum af Steingrími Guðjónssyni, eiganda prentsmiðjunnar Steinmark og verður blaðið framvegis rekið af einkahlutafélaginu Björt útgáfa. Steingrímur hafði átt og rekið Fjarðarpóstinn síðan árið 2001. Fyrir þann tíma prentaði hann einnig blaðið í nokkur ár. Við kíktum við hjá Steingrími í tilefni tímamótanna. „Ég fór í þennan rekstur á sínum tíma fyrst og fremst vegna þess að ég á prentsmiðju. Þetta var verkefni fyrir prentsmiðjuna. Þegar Halldór Árni Sveinsson og Sæmundur Stefánsson ákváðu að rekstrinum, sömdum við um það að...

Read More

Sara Björk íþróttamaður ársins á Íslandi

Knattspyrnukonan og Hafnfirðingurinn Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2018. Valið var tilkynnt við athöfn í Hörpu áðan. Þá var einnig annar Hafnfirðingur, kylfingurinn Axel Bóasson, í landsliði ársins sem fékk viðurkenningu við sama tilefni. Axel var sem kunnugt er kjörinn íþróttakarl Hafnarfjarðar fyrir skömmu.  Þetta er í fyrsta skipti sem Sara Björk hlýtur verðlaunin en hún var ekki á meðal tíu efstu í fyrra. Hún er aðeins sjöunda konan af alls 63 einstaklingum sem hlotið hafa nafnbótina Íþróttamaður ársins. Ellefu sinnum hefur fótboltafólk hlotið verðlaunin en Sara Björk er önnur fótboltakonan sem hlýtur þau á eftir Margréti Láru...

Read More

72 brautskráðir frá Flensborgarskóla

Fimmtudaginn 20. desember brautskráðust 72 stúdentar frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Nemendur brautskráðust af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskiptafræði- og opinni námsbraut. Tólf þessara nemenda voru á íþróttaafrekssviði. Dúx var Alexandra Líf Arnarsdóttir, með 9,1 í meðaleinkunn. Kór skólans söng við athöfnina, undir stjórn Hrafnhildar Blomsterberg. Að auki sungu þrjár nýstúdínur tvö lög og fengu leynigest með sér, aðstoðarskólameistarann sjálfan. Í ávörpum sínum lögðu skólameistari og aðstoðarskólameistari áherslu á að stúdentarnir veldu sér ábyrgar og góðar leiðir en jafnframt að þetta unga fólk léti hjartað ráða för. Kolbeinn Sveinsson ávarpaði samkomuna fyrir hönd nýstúdenta og tilkynnti m.a. að peningum hefði verið safnað...

Read More