Flokkur: Tilkynningar

38 ný biðrými opnuð á Sólvangi

Sóltún öldrunarþjónusta ehf mun reka biðrýmin til viðbótar við 60 hjúkrunarrými á Sólvangi sem voru opnuð í september í nýju húsnæði. Biðrýmin eru ætluð öldruðum sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými á nýju 99 rýma hjúkrunarheimili Hrafnistu sem er í byggingu á Sléttuvegi og verður tekið í notkun næsta vor. Þá munu allir íbúar biðrýmisins flytja yfir á Sléttuveg. Sigrún Sæmundsdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á Sólvangi hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri biðrýmanna. Sóltún öldrunarþjónusta ehf rekur einnig Sóltún Heima sem veitir heimahjúkrun, heimaþjónustu og heilsueflingu fyrir aldraða í sjálfstæðri búsetu. Myndir...

Read More

Haukastelpur fengu gull með U15 landsliðinu

Þrjár Haukastelpur, þær Berglind Þrastardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir, voru í U15 ára landsliði kvenna sem tók þátt í móti sem fram fór í Hanoi í Víetnam dagana 30. ágúst til 6. september. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið.   Ísland mætti gestgjöfunum, Víetnam, auk þess að leika gegn Japan og Mjanmar. Ísland – Hong Kong 8-0 Ísland – Mjanmar 1-1 Ísland – Víetnam 2-0   Þetta var samstarfsverkefni á vegum UEFA og FIFA sem miðar að því að fjölga tækifærum ungra og efnilegra stúlkna til að leika knattspyrnu á alþjóðlegum vettvangi og vinna...

Read More

Styttist í árlegt Flensborgarhlaup

Nú styttist í hið árlega Flensborgarhlaup sem er orðinn stór viðburður hér í Hafnarfirði sem allir í fjölskyldunni geta tekið þátt í. Hlaupið fer nú fram í níunda sinn þriðjudaginn 17. september kl 17.30. Allir sem koma að hlaupinu starfa í sjálfboðavinnu og er framkvæmt af starfsfólki og nemendum Flensborgarskólans með dyggum stuðningi frá Hlaupahópi FH, Skokkhópi Hauka og Hafnarfjarðarbæ.  Allur ágóði af hlaupinu rennur til góðgerðarmála og í ár rennur ágóði þess óskiptur til Bergsins Headspace, en Bergið er stuðnings- og ráðgjafasetur sem veitir einstaklingsmiðaða ráðgjöf og þjónustu til ungmenna upp að 25 ára aldri. Eins og áður er...

Read More

Traustir vinir í 20 ár í Bæjarbíói

Hljómsveitin Á móti sól fagnar hinum ýmsu tímamótum um þessar mundir en núna í september eru 20 ár síðan Magni Ásgeirsson tók við hljóðnemanum í bandinu. Hljómsveitin, sem gaf út glænýtt lag á dögunun, mun halda upp á þessi tímamót með tónleikaröð sem hefst í Bæjarbíói 13. september næstkomandi.  Á þessum 20 árum hefur bandið starfað sleitulaust, ef frá er talinn tíminn sem það tók Magna að taka þátt í Rockstar Supernova þáttunum. Eftir strákana liggja óteljandi vinsæl lög og 8 breiðskífur en tvær þeirra, hinar geisivinsælu „12 íslensk topplög“ og “Hin 12 topplögin“, verða einmitt teknar fyrir á tónleikaröð sem...

Read More

Berta Dröfn á hádegistónleikum í Hafnarborg

Berta Dröfn Ómarsdóttir, sópran, koma fram á fyrstu hádegistónleikum nýs starfsárs tónleikaraðarinnar í Hafnarborg, ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum, sem bera yfirskriftina Táraflóð, flytur Berta Dröfn aríur eftir Händel, Mozart og Puccini. Tónleikarnir fara fram kl. 12 á hádegi á morgun, þriðjudag.  Berta Dröfn Ómarsdóttir lauk mastersnámi í söng við Conservatorio Monteverdi í Bolzano á Ítalíu eftir burtfarapróf frá Söngskólanum í Reykjavík. Hún hefur átt litríkan söngferil og komið víða við, svo sem á Gala-tónleikum í Carnegie Hall í New York, í höll í Montepulciano í Toscana-héraðinu á Ítalíu, í kastala í litlu fjallaþorpi við ítölsku alpana og í óperuuppsetningum...

Read More