Flokkur: Tónlist

Nýtt lag og tónleikar í Bæjarbíói

Einar Bárðarson, fyrrverandi samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, lokar 20 ára höfundarafmælisári með útgáfu á plötunni Myndir og útgáfutónleikum í Bæjarbíói í á laugardag. Fyrsta lag sem Einar sendir frá sér í yfir í tíu ár verður frumflutt á útvarpsstöðvum landsins í vikunni. Lagið heitir „Okkar líf” og eru flytjendur lagsins höfundurinn sjálfur og nafni hans og vinur til áratuga, Einar Ágúst Víðisson úr Skítamóral. Lagið er bæði falleg ástarsaga og einnig samið og tileinkað Sálinni hans Jóns míns, sem hætti störfum í haust.  ÚR TEXTA LAGSINS: Er ég heyri Sálina hljóm’ í gegnum nóttina Er ég heyri „Okkar nótt“ Þá koma fljótt Allar...

Read More

„Besti dótakassinn fyrir organista“

Innan skamms kemur út fyrsta einleiksplata Guðmundar Sigurðssonar, organista Hafnarfjarðarkirkju. Platan ber nafnið Haf og á henni leikur Guðmundur á bæði orgel Hafnarfjarðarkirkju. Kirkjan gefur plötuna út á 10 ára afmæli orgelanna og Guðmundur mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikaferðalagi um landið og einnig eitthvað á erlendri grundu. Síðastliðið haust opnaðist á þann möguleika að organistinn Guðmundur kæmist sex mánaða tónleikahald og spilamennsku vegna útgáfu plötunnar, vegna 10 ára afmælis orgelanna í kirkjunni. „Þetta gerðist mjög hratt fyrir jólin í fyrra og sóknarnefndin að var svo elskuleg að veita mér þetta leyfi frá störfum og hingað kom maður sem...

Read More