Flokkur: Umfjöllun

Steinbjörn hannaði „VAR ÞAÐ EKKI“ bol

Steinbjörn Logason, kennari við Áslandsskóla í Hafnarfirði og grafískur hönnuður frá Flagler Collage, Flórída,  hannaði á dögunum bol sem þegar hefur vakið mikla athygli og tengist HM í fótbolta. Á bolnum stendur „VAR ÞAÐ EKKI“, orð sem flestir ef ekki allir kannast við sem fylgst hafa með íslenska karlalandsliðinu undanfarin ár.    Steinbjörn er mikill bola-áhugamaður og á gott safn af allskyns bolum sem hann hefur sankað að sér á ferðalögum í gegnum tíðina. Einnig hefur hann verið duglegur að grípa með sér sniðuga boli í Dogma búðunum hérlendis. „Þennan áhuga má kannski rekja til þess að konan mín, Thelma...

Read More

Samvera í skógum landsins um næstu helgi

Útivistar- og fjölskyldudagurinn  í skógum landsins, Líf í lundi, fer fram næstkomandi laugardag um allt land. Skógaraðilar á Íslandi standa sameiginlega að deginum og markmiðið með honum er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru landsins. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við aðrar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem Arion banki styður almennt við verkefnið. Nánari upplýsingar um viðburði verður hægt að finna á Skógargátt-vefsíðunni og á Facebook-síðu Líf í lundi, auk þess sem einstakir viðburðahaldarar verða með kynningu á sínum...

Read More

Margir skoðuðu opið Íshús Hafnarfjarðar

Í fyrsta skipti í tvö ár var opið hús í Íshúsi Hafnarfjarðar á Sjómannadag. Þar sýndi listafólk vinnustofur sínar og fjölbreytta hönnun og verk. Að sögn aðstandenda opna hússins kom gríðarlegur fjöldi fólks í heimsókn og vakti það mikla lukku á báða bóga. Stefnt er að því að opna þetta mikla sköpunar- og listaver oftar almenningi yfir árið.   Myndir/OBÞ og...

Read More

Góður í almennri rökhugsun

Nokkrir nemendur skáru sig úr í námsárangri við úrskrift úr Flensborg fyrir skömmu. Níu þeirra voru með 9,0 í meðaleinkunn eða hærra. Dúx af fjögurra ára braut var Daníel Einar Hauksson, sem lauk stúdentsprófi með 9,94 í meðaleinkunn og setti því nýtt skólamet, hæstu stúdentseinkunn sem gefin hefur verið við skólann.  Daníel Einar útskrifaðist af náttúrufræðibraut sem miðast við fjögurra ára nám. Í nýja þriggja ára kerfinu heitir sambærileg braut raunvísindabraut. Spurður um uppáhaldsfögin segir hann það hafa verið eðlisfræði og stærðfræði. Daníel Einar er beðinn um að lýsa kostum sínum. „Ég er áhugasamur og metnaðarfullur og pæli mikið...

Read More

Fjölbreytt dagskrá og veður 17. júní

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í fallega bænum okkar í dag. Veðurguðirnir voru dálítið stríðnir og buðu upp á ýmis veðurbrigði, en þjóðhátíðargestir voru klæddir eftir veðri eða hlupu í skjól þegar mestu demburnar gengu yfir. Það var boðið upp á ýmislegt fjölbreytt á mörgum stöðum í miðbænum og fjölmenni sótti viðburðina. Fjarðarpósturinn smellti af myndum. ...

Read More