Flokkur: Umfjöllun

Ljónshjörtu fjölmenntu á Víðistaðatún

Um 30 hafnfirsk börn, auk um 15 foreldra, eru félagar í Ljónshjarta, stuðningssamtökum fyrir ungt fólk (20-50 ára) sem hefur misst maka og börn þeirra. Samtökin voru stofnuð fyrir fimm árum og nafnið vísar í bók Astridar Lindgren, Bróðir minn Ljónshjarta. Þau stóðu fyrir samveru og grillveislu á Víðistaðatúni sl. sunnudag og framundan er Reykjavíkurmaraþonið, þar sem fólk er hvatt til að heita á samtökin. Ljónshjarta voru veitt samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í hópnum Frá kynslóð til kynslóðar fyrir starfsemi sína árið 2017. Hugmyndin að Ljónshjarta kviknaði þegar fjórar ungar hafnfirskar ekkjur; Ína Sigurðardóttir, Karen Björk Guðjónsdóttir, Sara Óskarsdóttir og Elísabet...

Read More

Átta Íslandsmeistarar í fjölskyldunni

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Axel Bóasson, bæði úr Keili, eru Íslandsmeistarar í golfi 2018. Þetta er fyrsti titill Guðrúnar en sá þriðji hjá Axel. Ekki allir vita að Guðrún Brá og Axel eru systkinabörn og úr stórri Hafnfirskri golffjölskyldu, Sigurbergsfjölskyldunni. Við náðum tali af þeim frændsystkinum og spurðum þau út í lífið og golfið, en fátt annað er rætt þegar þessir miklu kylfingar hittast. Guðrún krækti í sinn fyrsta Íslandsmeistaratitill sinn á nýafstöðnu móti í Eyjum. Því lá beint við að spyrja hvernig sú tilfinning er fyrir hana persónulega. „Tilfinningin er bara mjög góð að hafa landað þessu loksins....

Read More

Fögnuðu aldarafmæli fullveldis

Í ár eru 100 ár síðan Ísland varð fullveldi. Mikið hefur verið um dýrðir og viðburðir um allt land, af ýmsu tagi, til að minnast þessara tímamóta í sögu þjóðarinnar. Íbúar og starfsfólk Hrafnistuheimilanna tók að sjálfsögðu þátt í hátíðarhöldunum og voru haldnar sex slíkar hjá Hrafnistu á einni viku. Húsfyllir var á hátíðinni í Hafnarfirði en fullveldisdagskráin, sem fram fór í tali og tónum, var í höndum Guðmundar Ólafssonar leikara, Guðrúnar Ingimarsdóttur sópransöngkonu og Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttir, píanóleikara. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna flutti einnig ávarp. Í lok dagskrárinnar var öllum boðið upp á kaffi og fullveldistertu. Meðfylgjandi myndir...

Read More

Fulltrúar ósammála um tímapunkt bæjarráðsfundar

Fjarðarpóstinum bárust töluverð viðbrögð frá bæjarbúum um ákvörðun fundar bæjarráðs Hafnarfjarðar í gærmorgun um hætta við fyrri áform um að bærinn reisi nýtt knatthús í Kaplakrika og kaupi í staðinn íþróttahús og knatthúsin Risann og Dverginn af FH. Bæjaryfirvöld og FH sömdu einnig um að íþróttafélagið taki að sér að byggja, eiga og reka væntanlegt knatthús. Við leituðum svara hjá fulltrúum meiri- og minnihlutans sem sátu fundinn, en þeir voru aðallega ósammála um að boðað hafi verið til fundarins á þessum tímapunkti.  Samkvæmt ákvörðun fundar bæjarráðs mun Hafnarfjarðarbær greiða FH kaupverðið, 790 milljónir króna, í áföngum. Tillaga þessa efnis var...

Read More

Bærinn kaupir íþróttahús og knatthús FH-inga

Hafnarfjarðarbær og Fimleikafélag Hafnarfjarðar gerðu í gær með sér rammasamkomulag sem tryggir að Knatthús FH rísi í Kaplakrika á fyrri hluta næsta árs en framkvæmdir hefjist á næstu vikum. FH mun byggja og eiga húsið en Hafnarfjarðarbær kaupir eldri knatthús FH af félaginu auk íþróttahús félagsins í Kaplakrika. Hafnarfjarðarbær greiðir 790 milljónir fyrir byggingarnar en samhliða verður gengið frá heildareignaskiptasamningi um eignirnar sem hafa verið í sameign FH og bæjarins. FH skuldbindur sig til þess að byggja knatthús í staðinn. Með því að FH byggi húsið ber félagið ábyrgð á að kostnaður bæjarsjóðs verði ekki meiri en áætlað er og...

Read More