Flokkur: Umfjöllun

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar orðið 15 ára

Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar heldur upp á 15 ára afmæli sitt næsta laugardag, en félagið var stofnað árið 2002. Hátíðin fer fram á akstursíþróttasvæði félagsins við Krýsuvíkurveg og opnar svæðið klukkan 15:00. Dagskrá hefst klukkan 15:30 á go kart sýningu en félagar í go kart deild félagsins aka nokkra hringi á brautinni og leika listir sínar. Bílar þeirra verða svo til sýnis á pittsvæðinu og verður hægt að kynna sér starfsemi deildarinnar og ræða við ökumenn og skoða útbúnaðinn. Aðal númer kvöldisins er drift sýning en þar kemur fram enginn annar en Chris Forsberg, margfaldur Formula Drift meistari og núverandi Ameríku-...

Read More

Haukastrákar í landsliðinu á HM í handbolta

Þrír Haukastrákar lögðu af stað í fyrradag með U-19 ára landsliði Íslands í handbolta á heimsmeistaramót sem haldið er í Tbilisi í Georgiu. Þeir heita Andri Scheving, Darri Aronsson og Orri Freyr Þorkelsson. Strákarnir hafa æft vel í sumar með liðinu og fóru m.a. í viku æfinga-  og keppnisferð til Þýskalands í júní. Þeir hefja leik í dag, þriðjudag, á móti liði Japans. Haukastrákarnir eru allir 18 ára, fæddir ’99. Þeir spila með 3. flokki Hauka og eru núverandi Íslandsmeistarar. Tveir þeirra eru í Flensborg og einn í Versló, en þeir voru allir í Áslandsskóla og eru miklir félagar....

Read More

Haukar taplausir á Íslandsmótinu

Liðium Hauka í 2 flokki karla hefur gengið vel á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Þeir eru þegar taplausir í 20 fyrstu leikjunum, í liði A og B. Bæði liðin eru efst í sínum riðli eftir sigurleiki gegn Víkingi R. um helgina. B liðið er að tryggja sér sæti í úrslitakeppni KSÍ um Íslandsmeistaratitil B-liða. Þá eiga Haukar góða mögueika á að leika í A-deild næsta ár. Myndir:...

Read More

100 ára og 9 metra beyki er tré ársins

Það var einstaklega hlýr og fallegur dagur á laugardag þegar tæplega 100 ára gamalt beyki í Hellisgerði var útnefnt tré ársins 2017. Magnús Gunnarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands,  afhenti Guðlaugu Kristjánsdóttur, forseta bæjarstjórnar og Haraldi Líndal Haraldssyni, bæjarstjóra, viðurkenninguna. IKEA bauð upp á veitingar, en útnefningin í ár var samstarfsverkefni fyritæksins og Skógræktarfélagsins.   Tréð sem var valið var upphaflega gróðursett um 1927, eins metra hátt, í tilraunaskyni en er afar fallegt og beykitré eru afar sjaldgæf á Íslandi, en þau vaxa betur á hlýrri slóðum, af því er fram kom í viðurkenningarræðu Magnúsar Gunnarssonar. „Augu okkar í félaginu beindust...

Read More

Fróðleiksmolinn: Fyrsta bifreiðin í Hafnarfirði

Vissir þú að… Fyrsta bifreiðin kom til Hafnarfjarðar vorið 1913. Það var skoski útgerðarmaðurinn D. H. Bookless sem kom með nýja bifreið af Austin gerð frá Englandi. Hún var 22 hestafla, gekk fyrir jarðolíu og hafði sæti fyrir þrjá farþega en þetta mun hafa verið fyrsta bifreiðin sem komst klakklaust á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Í dagblaðsfrétt af bifreiðinni (hér aðeins neðar) má lesa eftirfarandi lýsingu: „Rennur hún mjúkt og liðlega um veginn og lætur vel að stjórn. Er það fyrsta bifreiðin, sem að gagni hefir komið hér á landi.“ Ungur Hafnfirðingur, Árni Sigurðsson trésmiður, fékk að sitja í...

Read More