Flokkur: Umfjöllun

Óskar er töfrateningameistari Íslendinga

Dagana 4. og 5. janúar var haldin alþjóðleg keppni í töfrateningnum (Lights of Reykjavík 2019) í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. 27 manns frá 7 löndum kepptu verður í 14 mismunandi greinum. Hafnfirðingurinn Óskar Pétursson náði bestum árangri Íslendinga, krækti í ein gullverðlaun, eitt silfur og tvö brons. Upprunalegri töfrateningurinn (Rubiks Cube 3×3) sló í gegn um allan heim í upphafi níunda áratugar síðustu aldar og síðan þá hafa verið seldar meira en 350 milljónir eintaka. Ótrúleg flóra nýrra teninga, af öllum stærðum og gerðum, hefur bæst við og alþjóðlegt mót í töfrateningum er haldið árlega. Í ár var það í...

Read More

„Hún getur það sem hún ætlar sér“

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins undir lok síðasta árs, sjöunda í röð kvenna eftir sjöundu tilnefninguna í röð. Sara Björk hóf sinn feril hjá Haukum og var aðeins 16 ára valin í landsliðið. Hún fór af landi brott daginn eftir verðlaunaafhendinguna en Fjarðarpósturinn kíkti í heimsókn til stoltra foreldra hennar, Guðrúnar Valdísar Arnardóttur og Gunnars Svavarssonar í Áslandinu. Foreldrar Söru Bjarkar voru staddir í sumarbústað með bróður hennar tengdadóttur og barnabarni þegar kjörið á íþróttamanni ársins var tilkynnt. „Við vorum svo klökk og veinuðum af gleði. Þetta var svo stórkostleg stund og full af tilfinningum,“ segir...

Read More

Hver verður bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019?

Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2019. Einungis listamenn með fasta búsetu í Hafnarfirði koma til greina við úthlutun og er miðað við lögheimili síðustu 12 mánuði. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til hliðsjónar við val á bæjarlistamanni. Umsóknum og ábendingum skal skilað á rafrænu eyðublaði , með tölvupósti á menning@hafnarfjordur.is eða í Ráðhús Hafnarfjarðar merkt: Þjónustuver Hafnarfjarðar – Bæjarlistamaður Strandgötu 6 220 Hafnarfirði Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2019 fær greidda 1,5 milljón króna. Skilafrestur er til 1. febrúar. Mynd: Við afhendingu á viðurkenningunni Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2018, sem...

Read More

„Stína Maja átti að fá þetta“

Lesendur Fjarðarpóstsins kusu lögreglumanninn Guðmund Fylkisson sem Hafnfirðing ársins 2018. Könnunin fór fram á vef Fjarðarpóstsins á milli jóla og nýárs. Guðmundur er orðinn landsþekktur í hlutverki sínu við að hafa uppi á börnum sem runnið hafa út af spori velgengni og hamingju. Guðmundur segir m.a., í viðtali við Fjarðarpóstinn, að varast skuli staðalímyndir barna í slíkum sporum, því ástæðurnar séu margar og ólíkar. „Mér fannst Stína Maja [Kristín María Indriðadóttir, fyrrverandi verkefnastjóri Fjölgreinadeildar Lækjarskóla] eiga þetta meira skilið en ég, þótt mér þyki vænt um að fólk virði það sem ég geri. Ég held að fólk átti sig...

Read More

Eigendaskipti hjá Fjarðarpóstinum

Í byrjun þessa árs urðu eigendaskipti hjá Fjarðarpóstinum. Olga Björt Þórðardóttir, sem hefur ritstýrt blaðinu síðan 2017, tók við rekstrinum af Steingrími Guðjónssyni, eiganda prentsmiðjunnar Steinmark og verður blaðið framvegis rekið af einkahlutafélaginu Björt útgáfa. Steingrímur hafði átt og rekið Fjarðarpóstinn síðan árið 2001. Fyrir þann tíma prentaði hann einnig blaðið í nokkur ár. Við kíktum við hjá Steingrími í tilefni tímamótanna. „Ég fór í þennan rekstur á sínum tíma fyrst og fremst vegna þess að ég á prentsmiðju. Þetta var verkefni fyrir prentsmiðjuna. Þegar Halldór Árni Sveinsson og Sæmundur Stefánsson ákváðu að rekstrinum, sömdum við um það að...

Read More