Flokkur: Umfjöllun

Skapandi samstarf Norðurbergs og Hrafnistu

Um 150 taupokar hafa verið saumaðir í samstarfsverkefni Hrafnistu og leikskólans Norðurbergs „pokalaus Hafnarfjörður“, en það hefur staðið yfir í eitt skólaár. Þetta fallega framtak er liður í að framfylgja umhverfis- og auðlindastefnu Hafnarfjarðarbæjar. Nemendur, starfsfólk og foreldrar leikskólans söfnuðu saman efni, s.s. gömlum gardínum, dúkum, sænguverum og fleiru, og komu því á vinnustofu iðjuþjálfunnarinnar á Hrafnistu. Heimilsfólk, þjónustunotendur og starfsfólk á Hrafnistu saumuðu síðan taupokana undir óhrein og blaut föt leikskólabarnanna, sem notaðir verða í stað plastpoka. Í upphafi leikskólaárs er pokunum dreift í fatahólf barnanna og í lok skólaárs innheimtir leikskólinn pokana og eiga foreldrar að skila...

Read More

„Velkomin í ódýrustu bílaskoðun landsins“

Betri skoðun ehf er glænýtt bílaskoðunarfyrirtæki, staðsett við Stapahraun 1, rétt við Kaplakrika. Eigendurnir og skoðunarmennirnir Hörður Harðarson og Gretar Þór Sæþórsson taka þar vel á móti viðskiptavinum og segjast bjóða upp á allt að 19% lægra verð en keppinautarnir og snögga og góða þjónustu. Þeir félagar reka fyrirtækið ásamt Reyni Þrastarsyni og eru með áratuga reynslu í skoðun á bílum og öðrum ökutækjum. Tvær skoðunarbrautir eru í skoðunarstöðinni, sem er búin öllum nýjasta tækjabúnaði sem prýðir starfsemi sem þessa. Að sjálfsögðu er einnig alltaf heitt á könnunni og hlýlegt rými til að slaka á meðan beðið er. Þjónustan...

Read More

Vilja heyra í velunnurum Kaldársels

Sumarbúðirnar í Kaldárseli eru á afar fallegum stað í hrauninu í einu af upplöndum Hafnarfjarðar. Þar er fjöldi hellna og ævintýralegra staða sem börn njóta í guðsgrænni náttúrunni. Við hittum Jónu Þórdísi Eggertsdóttur, starfsmann og stjórnarmeðlim þar, á einu námskeiðanna fyrr í sumar og fræddumst aðeins um starfið sem þar fer fram, en skálinn á 95 ára afmæli á næsta ári. „Ég kom fyrir algjöra tilviljun í þetta starf árið 2014. Hafði sjálf farið í sumarbúðir í Vindáshlíð og unnið í fiskvinnslu. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt. Kom a inn í Kaldársel, hafði sjálf farið í Vindáshlíð, og...

Read More

„Félagslíf fyrir fullorðna”

Oddfellowreglan á Íslandi er grein af hinni bandarísku Oddfellowreglu IOOF sem stofnuð var árið 1819 og er því 200 ára gömul í ár. Kjarni Oddfellow á alheimsvísu er að styðja við líknarmál og 150 milljónum er varið í slík mál á þeirra vegum árlega. Félagar á Íslandi eru 4000, af báðum kynjum og öllum þjóðfélagsstigum. Við hittum Kristin Ásgeirsson, íbúa í Hafnarfirði og stjórnmálafræðing sem starfar í tölvugeiranum. Hann hefur verið félagi í þrjú ár og hann fræddi okkur nánar um þennan gamalgróna félagsskap. Kristinn tilheyrir stúkunni Snorra goða, sem er ein sjö stúkna í Hafnarfirði, með aðsetur á...

Read More

Börn meðvituð um bragð og gæði

Hafnarfjarðarbær gerði nýlega áframhaldandi samning við Skólamat um framleiðslu og framreiðslu á mat fyrir leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar 2019-2023. Skólamatur fagnar 20 ára afmæli í ár og eigandi og stofnandi fyrirtækisins, Axel Jónsson, bjó um tíma í miðbæ Hafnarfjarðar og leikskólarnir sem hann þjónustaði fyrst eru hér í bæ. Við hittum Axel og börn hans, Fanný og Jón, sem hafa yfirumsjón með rekstri þessa 120 starfsmanna og 50 starfsstöðva fjölskyldufyrirtækis. Axel fékk hugmyndina að bjóða upp á skólamat árið 1990, leyfði henni að gerjast og reið svo á vaðið og stofnaði Matarlyst árið 1999, sem í dag ber nafnið...

Read More