Flokkur: Velferðarmál

Vel heppnuð fermingarbarnahátíð

Fermingarbarnahátíðin „Þér eruð vinir mínir“ var haldin í Hafnarfjarðarkirkju sl. sunnudagskvöld. Að hátíðinni stóðu Ástjarnarkirkja, Hafnarfjarðarkirkja, Víðistaðakirkja og Bessastaðakirkja. Fjölbreytt dagskrá var frá kl. 18 til 21, s.s. leikþættir, samverustundir, traustleikir, tónlistaratriði, náttúrufræðsla og fræðsla um líf með fötlun. Fermingarbörnin voru full áhuga þegar Fjarðarpósturinn leit við og prestarnir og aðrir sem stóðu að hátíðinni alsælir með vel heppnaðan samhristing kirknanna....

Read More

Hreysti og uppskera í Hamarssalnum

Heilsuefling Janusar efndi til glæsilegrar uppskeruhátíðar í Hamarssal Flensborgarskóla þarsíðasta fimmtudagskvöld. Þangað kom ekki einungis hafnfirskt íþróttafólk af heldri kynslóðinni, heldur einnig fjölmennti hópur Reykjanesbæinga sem hafa einnig notið handleiðslu Janusar undanfarið ár. Glatt var á hjalla, söngur og gleði og meðal skemmtiatriða voru Geir Ólafsson söngvari, Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona og Þórir Baldursson tónlistarmaður. Fjarðarpósturinn kíkti við og smellti af myndum. Fleiri myndir á vegum Heilsueflingar Janusar eru hér. Myndir OBÞ og Heilsuefling...

Read More

Bætti lífi við árin

Þegar Almar Grímsson var fimmtugur var ekkert langlífi í kortunum hjá honum. Hann var að brenna út, stressaður, vinnandi tvö krefjandi störf og hafði auk þess tekið að sér alls konar ábyrgð í félagsstarfi. Viðhorf hans var einfaldlega að hann gæti nánast allt og það kitlaði hégómagirndina að vera í mikilli eftirspurn. Eftir að hafa reynt ýmislegt til að bæta lífsstílinn urðu straumhvörf í lífi Almars þegar hann gekk til liðs við þá fjölmörgu eldri borgara sem nýttu sér heilsueflingu Janusar Guðlaugssonar í febrúar í fyrra. Við kíktum í heimsókn til Almars og eiginkonu hans, Önnu Bjarkar Guðbjörnsdóttur, við...

Read More

Skaðsemi veipsins áhyggjuefni

Rétt tæpur fjórðungur framhaldsskólanema veipar daglega. Þeim hefur fjölgað um rúmlega helming á tveimur árum samkvæmt nýjum niðurstöðum Rannsókna og greiningar sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV fyrir skömmu. Við leituðum álits á þessari þróun hjá fulltrúum þeirra sem hafa með málefni og velferð ungs fólks að gera, þeim Stefáni Má Gunnlaugssyni, formanni Foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar, segir mikið áhyggjuefni hve stór hluti unglinga og ungs fólks notar rafrettur og hve sú þróun hefur verið hröð. „Það kemur ekki á óvart enda hafa tóbaksframleiðendur markaðsett þessa vöruna einkum fyrir ungt...

Read More