Skaðsemi veipsins áhyggjuefni

Rétt tæpur fjórðungur framhaldsskólanema veipar daglega. Þeim hefur fjölgað um rúmlega helming á tveimur árum samkvæmt nýjum niðurstöðum Rannsókna og greiningar sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV fyrir skömmu. Við leituðum álits á þessari þróun hjá fulltrúum þeirra sem hafa með málefni og velferð ungs fólks að gera, þeim Stefáni Má Gunnlaugssyni, formanni Foreldraráðs Hafnarfjarðarbæjar og Guðmundi Fylkissyni lögreglumanni. Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar, segir mikið áhyggjuefni hve stór hluti unglinga og ungs fólks notar rafrettur og hve sú þróun hefur verið hröð. „Það kemur ekki á óvart enda hafa tóbaksframleiðendur markaðsett þessa vöruna einkum fyrir ungt...

Read More