Flokkur: Viðtöl

Ólst upp á þriðja bekk í Bæjarbíói

Einn af eftirlætissonum Hafnarfjarðar er án efa stórsöngvarinn og tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Desember er einn annasamasti mánuður ársins hjá honum og stór hluti ársins fer í það að undirbúa jólin. Hann er einn af þeim sem hafa alltaf mörg járn í eldinum en þann 12. nóvember sl. var opnuð sýning í Rokksafni Íslands um Björgvin og feril hans. Fjarðarpósturinn settist niður með Björgvini yfir kaffibolla og fékk m. a. að heyra um söfnunaráráttu sem hann segist hafa í blóðinu. „Ég er haldinn þessu söfnunargeni. Elsti bróðir minn, Baldvin Halldórsson, er einn af þessum aðalsöfnurum landsins. Serious safnari. Þetta er...

Read More

Dúnu í Burkna er þakklæti efst í huga

Sigrún Þorleifsdóttir betur þekkt sem Dúna, stofnaði blómabúðina Burkna fyrir 54 árum eða árið 1962. Hún ásamt manni sínum Gísla Jóni Egilssyni var frumkvöðull hvað varðar skreytingar í búðargluggum í bænum og var upphafsmanneskja þess að skreyta miðbæinn fyrir jólin og lýsa upp skammdegið yfir jólahátíðina með jólaseríum. Dúna mun tendra ljósin á jólatré Hafnfirðinga á Thorsplani nú á föstudaginn. „Ég hafði lengi átt þann draum að stofna verslun. Það stendur einhversstaðar að neyðin kenni naktri konu að spinna og ævintýrið okkar byrjaði á því að ég fór að búa til rósir úr krep pappír og bolluvendi heima hjá...

Read More

Óperusöngkona sér um fræðslustarfið í Hafnarfjarðarkirkju

Erla Björg Káradóttir er uppalin í Garðabæ. Hún er grunnskólakennari að mennt en lærði síðan óperusöng bæði hér heima og í Austurríki. Einnig er hún söngkennari og markþjálfi. Samhliða þessu hefur hún starfað mikið í barna-og æskulýðasstarfi hjá Þjóðkirkjunni og KFUM og K. Erla Björg tók við sem fræðslu- og æskulýðsfulltrúi hjá Hafnarfjarðarkirkju nú í haust. „Ég sé mest um barna- og unglingastarfið en kem einnig að fræðslukvöldum og öðrum viðburðum. Ég sé til að mynda um foreldramorgnana, þar sem foreldrum ungra barna gefst tækifæri til að hittast, spjalla saman og deila reynslu sinni. Einu sinni í mánuði fáum...

Read More

Tónlistarstjóri með gítardellu

Örn Arnarson er Hafnfirðingur, Holtari og Haukari en býr núna í Kinnunum og skutlar dætrum sínum á fótboltaæfingar í Kaplakrika tvisvar í viku þar sem Margrét Brandsdóttir gerir þær að ástríðufullum FH-ingum.  Hann er giftur Kirstínu Ernu Blöndal söngkonu og eiga þau tvær dætur, þriggja- og fimm ára, þær Kristjönu Margréti og Sigríði Ellen. Örn er klassískt menntaður söngvari með ólæknandi gítardellu og starfar sem tónlistarmaður og tónlistarstjóri hjá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Hann byrjaði kórferilinn í Öldutúnsskóla og fékk kórbakteríuna í Flensborgarkórnum. Þar var grunnurinn lagður að framtíðarstarfinu. Núna syngur han í Schola Cantorum sem starfar við Hallgrímskirkju og...

Read More

Býr til tónlistartölvuleiki fyrir börn

Margrét Sigurðardóttir er mörgum Hafnfirðingum að góðu kunn. Hún er tónlistarkona sem nýlega er farin að stjórna tölvuleikjafyrirtæki sem hún setti á stofn. Fjarðarpósturinn tók Margréti tali á Súfistanum og spurði hana fyrst hvaðan hún væri og hvaðan hún kæmi. Ég á ættir að rekja til Hafnarfjarðar þótt ég sé reyndar alin upp í Garðabænum. Öll móðurfjölskyldan mín er hérna í Firðinum og báðir foreldrar mínir vinna hérna; pabbi minn, Sigurður Björgvinsson, var skólastjóri Víðistaðaskóla til margra ára og mamma er forstöðukona Lækjar, geðathvarfs – og reyndar er ég líklega einn af síðustu Göflurunum, fædd á Sólvangi 25. maí...

Read More