Málefni barna eiga alltaf að vera í forgrunni. Sum verkefni eru einföld á meðan önnur eru flókin. Í haust var farið af stað með nýtt verkefni, að létta undir foreldra með skutli á æfingar barna. Í samtalinu voru foreldrar og ýmis tómstundafélög. Í fyrsta áfanga var farið að keyra börn í 1. og 2. bekk til þeirra tómstunda sem gátu tekið við þeim kl. 15.00 á daginn. Þetta brautryðjandi skref gafst vel og mörg börn hafa nýtt þessa þjónustu. Því ber að fagna að næsti áfangi verður settur á laggirnar í haust, þar sem við byrjum að bjóða börnum í 3. og 4. bekk þessa þjónustu í haust. Einnig hefur íþrótta- og tómstundafulltrúa Hafnarfjarðar verið falið að hefja samtöl við fleiri íþrótta- og tómstundafélög og skipuleggja akstur í fleiri tómstundir fyrir fleiri börn á aldrinum 6 ára til 9 ára eða öll börn í 1. til 4. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Á síðustu árum hefur okkur tekist að hækkað og útvíkka frístundstyrkinn, aukið þannig tækifæri allra til stunda íþrótta- tómstunda- og listnáms. Auk þess að gera vinnutíma yngstu barnanna samfelldan með frístundaakstri og samstarfi við íþróttafélög. Þannig höfum við minnkað skutlið og aukið samverustundir fjölskyldunnar með yngstu börnunum. Það hafa áunnist góðir áfangar, en því verkefni er ekki lokið.

Karólína Helga Símonardóttir

Formaður Íþrótta- og Tómstundaráðs Hafnarfjarðar