Auður Haralds ásamt danskennararnum Max Petrov, sem dansar með Jóhönnu Guðrúnu.

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar fékk 3 bikarmeistaratitla af 4 mögulegum ásamt fjölda Íslandsmeistaratitla og sigra í danskeppni sem haldin var um síðustu helgi í Íþróttamiðstöð Álftaness. Eingöngu kennarar frá DÍH verða í lokaþætti Allir geta dansað.

Dansíþróttasamband Íslands sem hélt Íslandsmótið og sjö erlendir dómarar dæmdu. „Mikil ásókn hefur verið og uppsveifla í dansi að undanförnu og þökkum við það m.a. dansþáttunum á Stöð 2, Allir geta dansað,“ segir Auður Haraldsdóttir danskennari hjá DÍH.

„Við áttum upphaflega 9 af 10 dönsurunum sem byrjuðu í þáttunum, en nú eru 4 danspör eftir sem keppa til úrslita næstkomandi sunnudag og erum við svo heppin og stolt að dansararnir fjórir eru allir danskennarar í DÍH. Þetta verður því mikil dansveisla á sunnudaginn og mikil spenna hjá DÍH hver sigrar að lokum!“

Pörin sem keppa til úrslita á sunnudaginn eru þau Max og Jóhanna, Javi og Ebba, Arnar og Lilja og Bergþór og Hanna Rún. Allir þessir dansarar eru að kenna á vornámskeiði DÍH sem hefst fimmtudaginn 3. maí. Innritun og upplýsingar eru inn á www.dih.is.

Meðfylgjandi myndir eru í eigu D.Í.H.:

Andrea Sigurðardóttir ásamt Street Jazz hópnum sínum hjá DÍH.

Aron og Rósa frá DÍH bikarmeistarar í Latin dönsum og Nico og Sara frá DÍH íslandsmeistarar í Standard dönsum.

Nicoló Barbizi og Sara Rós Jakobsdóttir urðu Íslands- og bikarmeistarar í flokki fullorðinna ásamt Auði.

Auður ásamt Benasi og Viktoríu sem kepptu í flokki 9 ára og yngri.