Fátt annað fangar athygli landans þessa dagana en heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi, enda náði íslenska landsliðið jafntefli í sínum fyrsta leik gegn Argentínumönnum. Hafnfirðingar eiga tvo fulltrúa af þeim 23 sem voru valdir í landsliðshópinn, miðjumennina Gylfa Þór Sigurðsson og Emil Hallfreðsson.

Gylfi Þór er fæddur 1989, hefur spilað 55 landsleiki og skorað 18 mörk. Hann gerði samning við enska úrvalsdeildarliðið Everton í fyrra. Emil er fæddur 1984 (verður 34 ára 29. júní), hefur spilað 62 landsleiki og skorað 1 mark. Hann hefur verið á samningi hjá ítalska liðinu Udinese síðan 2016.

Bæði Gylfi Þór og Emil hófu sinn feril hjá FH.

Við fylgjumst að sjálfsögðu stolt með okkar mönnum og óskum þeim og íslenska landsliðinu góðs gengis á mótinu.

 

Mynd/Eva Björk