Nú keppast ýmsir flokkar sem bjóða fram krafta sína í komandi sveitastjórnarkosningum  að tala niður bæjarfélagið, tala niður flokka, fólk og málefni, hver á sinn hátt.

Hafnarfjörður  stendur mun betur að vígi en fyrir fjórum árum þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda og tók við vægast sagt við erfiðu búi. Ég fagna allri gagnrýni sem nýtist okkur að hér sé gert betur. En hverjum treystum við til að gera svo ?

Í upphafi kjörtímabilsins var farið í áhrifaríkar aðgerðir sem leiddu til þess að í dag stendur bæjarfélagið mun betur fjárhagslega og  einungis hefur verið framkvæmt fyrir eigið fé en ekki fyrir lánsfé.

Börnin eru framtíð okkar

Á þeim fjórum árum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í meirihluta höfum við meðal annars séð til þess að St. Jósefsspítali eru nú í eigu bæjarins, Dvergshúsið var rifið og nýtt hjúkrunarheimili er að rísa á Sólvangsreitnum. Við höfum hugað að íþróttastarfi barna okkar með samþykktri byggingu nýs knatthúss á Kaplakrika, vígðum nýverið körfuboltahús við Ásvelli og bygging knatthúss á Haukasvæðinu er í farvatninu. Frístundastyrkir voru hækkaðir og við endurvöktum frístundabílinn. Það á bæði að vera gott og gaman að alast upp í Hafnafirði. Skólahreystibraut verður brátt sett upp og stefnt er að því að endurgera Suðurbæjarlaug og fleiri hugmyndir eru á teikniborðinu.

Höldum áfram

Sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram og gera meira og betur í samvinnu við bæjarbúa og fylgja eftir þeim málum sem farin eru af stað. Ég treysti Hafnfirðingum til að kjósa næstkomandi laugardag þann flokk sem þeir treysta fyrir framtíð sinni.

Kristin Thoroddsen

Höfundur er varabæjarfulltrúi og varaþingmaður og skipar 5 sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði