Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir og er menntaður hjúkrunarfræðingur og vann í mörg ár á hjúkrunarheimili, síðan á geðsviði Lsh, deildarstjóri skólaheilsugæslu og vinnur í dag á blóðlækningadeild Lsh þar sem hún þróar slökun fyrir starfsfólkið. Guðbjörg býður upp á Jóga í vatni í laug Hrafnistu hér í Hafnarfirði.

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á að geta bætt líðan fólks, bæði andlega og líkamlega. Það gefur mér mest til baka. Eiginlega er hægt að segja að ég brenn fyrir því sem getur bætt heilsu, aukið vellíðan og lífshamingju fólks,“ segir Guðbjörg, en hún hefur farið á mörg námskeið í tímans rás tengt andlegri heilsu s.s. sálgæslu, hugrænni atferlismeðferð og fleira.

Fyrir 12 árum síðan lærði Guðbjörg dáleiðslu sem meðferðarform og segir hana eitt besta meðferðarform við kvíða og streitu. Síðan lærði hún Jóga Nidra og síðast kennaranám í Jóga í vatni. „Þar eru gerðar jógaæfingar sem aðlagaðar hafa verið að vatni og kennt er í volgri innlaug, 33-34 gráður. Þetta eru  júfir og slakandi tíma þar sem kenndar verða teygjur,  flæðisæfingar og hugleiðslur í vatni. Í vetur mun ég verða með námskeið Jóga í vatni í sundlauginni á Hrafnistu í Hafnarfirði. Námskeiðið byrjaði þriðjudaginn 11. september og verður kl. 19:45 – 20:45.

 

Hvað er Jóga í vatni?

Tvinnar saman ævafornri baðmenningu við ævaforna iðkun jóga Þegar þetta tvennt mætist verður til mild, heilandi, flæðandi upplifun sem hefur einstök áhrif á líkama, huga og sál.

Vatn eitt og sér hefur jákvæð áhrif á orkukerfið, slakandi áhrif á vöðva líkamans og hreyfanleiki liðamóta eykst í þyngdarleysi í vatninu

Við gerum aðlagaðar jógaæfingar að vatni, slökum á í flotbúnaði og hugleiðum í heitum potti í lok tímans. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðvavirkni og losar streitu. Vatnið lagar sig að líkamanum og heldur líkamanum í þægilegri stöðu. Djúpslökun af þessu tagi er holl og góð fyrir stoðkerfið.

 

Fyrir hvern:

Jóga í Vatni er andleg og líkamleg leið til heilsubótar fyrir alla. Það hentar fólki vel með ýmis:

  • Tímabundin eða ótímabundin stoðkerfisvandamál,
  • Fólk með mikla streitu,
  • Fólk með gigt
  • Öldruðum,
  • Fólki sem er að jafna sig eftir krabbamein/ veikindi og er að byggja sig upp
  • Fólki sem er viðkvæmt og etv nýbúið í aðgerð (Ekki með opið sár)
  • Fyrir alla! fólki sem hreinlega nýtur þess að vera í vatni.
  • Barnshafandi konum og þá sem meðgöngujóga í vatni

Hvernig er tíminn uppbyggður:

Kennt er í innilaug sem er 33-34 gráður á celsíus.

Jóga í vatni er samsett úr upphitunaræfingum, jógastöðum sem búið er að aðlaga að vatni, teygjum og slökun.

Tíminn er í þrennulagi fyrst er Núvitundaræfing og upphitunar- og jógaæfingar þessi hluti er 30 mínútur síðan er flotið í lauginni þar sem í boði er flot með flothettu, hálskraga eða núðlum eða fólk velur að fljóta sjálft þessi hluti er 15-20 mín . Síðan í lokin er farið í pottinn og erum með hugleiðslu í lok tímans.  Tíminn er 1 klst.

Hver og einn gerir æfingar eftir bestu getu og passa að ofreyna sig ekki fara að sársauka eða óþæginda mörkum.

Jóga í vatni á að mæta líkama viðkomandi og er aldrei markmiðið að keppast við aðra í tímanum eða fara út fyrir eðlilega hreyfigetu líkamans