Fyrsti leikur Íslands á HM í knattspyrnu karla verður sýndur á risaskjá á Thorsplani Í Hafnarfirði þann 16. júní næst komandi. Dagskrá hefst kl. 12:00 en leikurinn sjálfur hefst kl 13:00 en hann fer fram eins og marg oft hefur komið fram í Moskvu í Rússlandi.

Ísland mætir Argentínu og geta Hafnfirðingar nær og fjær sameinast á torginu og fylgst með þessum mögnuðu tímamótum og æsispennandi fótboltaleik. Það verður fjölskyldustemning á torginu. Nánari dagskrá verður auglýst síðar. Leikurinn hefst kl. 13.00 en skipuleggjendur hvetja fólk til að mæta snemma þar sem upphitun hefst fyrr. Þá eru Hafnfirðingar einni hvattir til að taka með útilegu stóla og annað sem þarf í góðan útileik á torginu.
Hafnfirðingar og aðrir nærsveitungar eru hvattir til að mæta á HM-heimavöll Hafnarfjarðar til að hvetja okkar menn áfram og umfram allt gleðjast. Hvetjum fólk eindregið til að ganga eða hjóla í bæinn og vekjum athygli á því að Strandgata er lokuð frá kl. 12:00 til 16:00.

Áfram Ísland!

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.