Leo Anthony Speight úr Taekwondodeild Bjarkanna náði um þarsíðustu helgi þeim frábæra árangri að komast á pall í annað skiptið á innan við mánuð á firna sterkum alþjóðlegum G-1 stigamótum í bardaga.

Mótið var haldið í Búkarest og voru 644 keppendur á mótinu alls taðar að úr heiminum. Leo gekk vel og sigraði tvo af þrem bardögum sínum og fékk því brons í flokki junior -68kg. Sá sem hreppti gullið var bronsverðlaunahafi HM frá Serbíu. Fyrra mótið var haldið í Riga og voru keppendur þar 814. Leo sigraði þar í tveimur fyrstu bardögum sínum en tapaði svo gegn mjög öflugum rússneskum landsliðsmanni í æsispennandi bardaga og lauk Leo því móti einnig með bronsi. Þrátt fyrir að þurfa að sækja æfingar að hluta til í annað sveitarfélag vegna tækja og aðstöðuleysis í Björkunum hefur Leo átt mjög gott ár. Auk þess að vinna sér inn G-1 medalíur, er hann bæði ríkjandi Norðurlanda og Íslandsmeistari í bardaga í sínum flokki.

Verðlaunahafarnir saman á pallinum. Okkar maður er þriðja manneskja frá hægri.

 

Myndir aðsendar