Maður á sjötugsaldri lést þegar hann féll á reiðhjóli sínu við Hringbraut hér í bæ á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði var maðurinn fluttur á Landspítala og úrskurðaður látinn þar við komuna en hann komst aldrei til meðvitundar eftir fallið.

Ekki var um árekstur eða umferðarslys að ræða. Maðurinn átti sögu um veikindi en krufning á að leiða í ljós hver dánarorsök hans var.