Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færði um sl. helgi Mæðrastyrksnefd Hafnarfjarðar styrk að fjárhæð 350 þúsund krónur. Fjarðarkaup bættu svo við styrk til viðbótar. Afhendingin fór fram í félagshemili Hauka að Ásvöllum og voru þar staddir fjölmargir félagar, eldri sem yngri, auk góðra gesta.

Það voru Ásta Eyjólfsdóttir og Kristjana Ósk Jónsdóttir sem tóku við styrknum.

Myndir OBÞ