Í tilefni Alþjóðlega bangsadagsins var haldinn bangsaspítali á Heilsugæslunni Sólvangi sl. sunnudag. Heimsóknin fór þannig fram að hvert barn kom með sinn eigin bangsa, sem ýmist hafði dottið, rekið sig í eða fann til á einhvern hátt. Börnin innrituðu bangsa, dúkkur og aðrar kærar verur og að því loknu kom bangsalæknir og vísaði börnum inn á læknastofu þar sem hann skoðaði bangsana, tók „röntgenmyndir“ og veitti hverjum bangsa þá aðhlynningu sem hann þurfti á að halda. Við kíktum við og smelltum af meðfylgjandi myndum. 

 

Myndir OBÞ