Kayak kappróðrarkeppnin Bessastaðabikarinn fór fram í hvílíkri blíðu fyrir skömmu. Keppendur réru frá Álftanesi að Siglingaklúbbnum Þyt við Flensborgarhöfn.

Keppnin er liður í Íslandsbikarkeppni á kayak og þátttakendur voru í feikna formi. Sigurvegarinn varð Ólafur Brynjólfur Einarsson, margfaldur Íslandsmeistari, á tímanum 00:32:12. Í öðru sæti var Gunnar Svanberg og Þorbergur Kjartansson í því þriðja. Arnþór Ragnarsson var þó aðeins sekúdubroti á eftir Þorbergi. Efst kvenna var Unnur Eir Arnardóttir á tímanum 00:40:34, Björg Kjartansdóttir í öðru á 00:43:34 og Helga Garðarsdóttir í því þriðja á 00:50:25. Keppnishaldar tóku sérstaklega fram að siglingaleiðin hefði verið afrek út af fyrir sig og var öllum keppendum hrósað fyrir þátttökuna. Fjarðarpósturinn skellti sér um borð í gæslubát með Jóhanni Berthelsen og náði nokkrum myndum.

 

Myndir OBÞ