Umbætur á sviði stjórnsýslu og lýðræðis eru ær og kýr Pírata. Fáir aðrir málaflokkar standa
grunnstefnu flokksins jafn nærri og það er hér sem möguleikarnir á kerfisbreytingum eru mestir. Kerfin skal fyrst og fremst hugsa út frá þörfum íbúa. Stöðugt þarf að leita leiða til að láta kerfin koma til móts við fólk og veita fólki gott aðgengi að þeim.

Píratar vilja að Hafnarfjörður hafi skýra þjónustustefnu til að einfalda samskipti milli
starfsmanna og bæjarbúa. Við viljum að bærinn móti sér lýðræðisstefnu sem tekur á skyldum
bæjarins gagnvart íbúalýðræði í bænum. Einnig skal það vera stefna bæjarins að niðurstöður
íbúakosniga samhvæmt sveitastjórnarlögum skuli vera bindandi fyrir bæjarstjórn, en ekkert
dregur meira úr trú fólks á lýðræðinu en stjórnvöld sem hunsa vilja borgaranna.

Bæjarbúum skal vera gert kleift að fylgjast með og hafa áhrif á mál alveg frá byrjun, ekkert er
eins pirrandi en þegar bæjarbúar frétta fyrst af málum þegar búið að taka ákvörðun og ekkert
hægt að gera til breyta ákvörðuninni. Þessu viljum við breyta.

Píratar vilja að skilgreint verði hlutverk ábyrgðarmanns upplýsingagegnsæis. Hann beri
ábyrgð á að upplýsingar svo sem fundagerðir séu aðgengilegar, sem og ákvarðanatökur
bæjarins og upplýsingar um útgjöld hans.

Að lokum vilja Píratar að gert verði mat á misferlisáhættu innan bæjarkerfisins. Mikilvægt er
að matið verði nýtt með markvissum hætti til úrbóta.

Kári Valur Sigurðsson skipar 2.sæti Pírata í Hafnarfirði